Nafn skrár:MarNar-1864-08-18
Dagsetning:A-1864-08-18
Ritunarstaður (bær):Oddeyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3520 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Margrét Narfadóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Oddeyri 18 august 1864.

Velæruverðugi herra prófastur minn!

Ræður þær sem þjer minntust á við mig, og Einar prestur Thorlasíus í Saurbæ á, sendi jeg yður með línum þessum, sem eiga að færa yður mitt hjartans þakklæti, fyrir alla hjálp og velvild mjer til handa í mínum yður kunnugu kringumstæðum; jeg hefði haft ánægju af að geta kvatt yður, en er í áform ef g.l. að hefja ferðina á morgun, og svo hef jeg heyrt að þjer væruð ekki heima, er mjer því bagt frá henni jeg verð því að láta miða þenna minnast við yður, og árna yðar, konunni og börnunum þeirra heila og blessunar um huga og hjarta á þessari stund; já, skilnaðarstundu býður mjer að kveðja ykkur góðu hjón með, bæði í bráð og lengd, fyrir þar jeg minnist ykkar í þakklátri endurminningu, þó jeg flytjist til fjarlegri staða, þar sem hin æðri stjórn atlar mjer að dvelja enn lengri eða skemmri tíma.

yðar einlæg og elskandi systir í 00

Margret Narfadótir

E.S. það var líka eitt sem mjer þótti lakara að geta ekki fundið yður, nefnil. að jeg verð að fara án þess að geta fengið líkræður yfir mannin minn sál. En jeg vonast eptir henni frá yður seinna.

yðar einl. M. N.

Myndir:1