Nafn skrár:MarVig-1919-01-19
Dagsetning:A-1919-01-19
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Árnesinga, Selfossi
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Margrét Vigfúsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1868-08-16
Dánardagur:1945-12-00
Fæðingarstaður (bær):Auðsholt
Fæðingarstaður (sveitarf.):Ölfushreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Árn.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

752 Elgin Ave

Winnipeg Man Canada

19 Janúag 1919

Elskulega góða vina mín !

það er mín ynnileg ósk að linur þessar sæki vel að þjer og þínum jeg tek fyrir að skrifa þjer fáeina línur jeg skrifaði þjer i July í vor og sendi þjer

blaða dót Sólskyn og blöð svo skrifaði jeg þjer aptur 17 Október í Haust og sendi mindir af mjer og jeg skrifaði líka þá þorbjörgu á Hamarsheið og

Steinari í Þrándarholti og sendi allar mindinnar til þín Elsku vina mín Komst það til þín jeg hef alltaf verið að vonast eptir línu frá þjer enn svo hefur

svo mart komið fyrir syðann jeg jeg skrifaði þjer seinast og Gað veit nema það sje meira nú þó jeg voni að Guð gefi það sje ekki meir Þorbjörg á

Hamarsheiði skrifaði mjer og sagði að Gestur bróðir þinn væri dáinn úr þessai veiki sem geingur um allan heim Spansflú jeg var nú búinn að frjetta

látið hans í blöðanum jeg Sam hriggist af hjata við ukkar og bið almáttugan Gað að græða þetta stóra sár ukkar og þerra tárinn óskup var þetta sát

elsku vina mín fyrir ukkur öll eins og hann var mikill og góðu maður blessaðu Pabbi þinn og litlu Börninn og Margrjet Guð almáttugur hjálpi ukkur til

að bera þetta hann varð ekki gamall maður og átti 6 Börn lifandi viltu elsku vina mín senda mjer æfiminninguna eptir hann var mind til af honum mjer

þótti vænt um Gest eins og ukkur öll seigðu mjer vel um þetta allt og Amundi á Sandlæk dáinn líka frá 5 Börnum og gömlum foreldrum bágt á það líka

það er líka fátækt og Guðlaug frænka mín í Laxárdal misti sinn mann sárinn núna eru óteljandi um allann heim Guð annist alla sem liggja og gráta hjer

hafa fjölda mörg Hjón dáið frá börnum ein sem jeg Kannaðist við dóu frá 6 Börnum og maðu veit minst um það

þessi

ekkert af mínu fólki hefur feingið hana sem jeg veit enn seinast þigar mamma skrifaði var allt fryst Halldór bráðir fjekk hana

í haust er jafn góður og jeg er hrædd um eg hafi feingið hana líka enn hún var óskup væg mjer líður vel núna lof sje Guði því Spansflú er voða veiki það

er svo hætt við lungabólgu jeg verð að skrifa lítið núna elsku vina mín jeg skrifa þjer Seinna þigar þú ert búinn að skrifa mjer Veistu hvað jeg gerði jeg

hef opt hugsað um þiga þú kliptir mindina þína úr spjaldinu þar sem þú varst með skóla systrum þínum og gafst mjer jeg hef alltaf haft hana í kofselinu

mínu og haft það og þú áttir einga mind Eptir af þjer eins og það var elskuleg mind svo jeg ljet taka Eptir henni 6 mindir tók eina sjálf náttúrulega enn

sendi þjer hinar þú ættir að láta eina í ramma svo hún geimist það er vel gert því hún var svo pínu lítil þeir höfðu nokkuð ervitt með að gera það heldur

þjer þyki ekki væntum svo á jeg prufu Kortið og gæti látið taka meir það er nokkuð dyrt af því hún var svo lítil og þeir urðu að laga hana svo mikið ef þig

vantar eitthvað meir skal jeg gera það svo sendi jeg þjer mind af mjer nýa seigðu mjer vel um allar mindinnar bæði mínar og þínar þín er ynndæl svo

sendi jeg þjer máið ?? dog móðir að taka á móti syni sínum úr striðinu seigðu mjer hverninn þjer likar hann nokkur bláð af

???? Woröld fyrir gefðu og elskann vertu ekki löt að skrifa mjer ekki meir núna Hjartkær kveðja til Páls og allra barnanna og allra syskina Páls

og Pabba þíns og syskina Rósa kona trausta sendir ukkur mind og góð kvðja frá því öllu til ukkar það er góð miind af Rósu Svo kað jeg þig elsku vina mín

og bið Guð að hugga þig og gleðja og alla þína hann annist ukkur alla tíma mælir af hreinu hjarta þín einlæg vina

Hjartkær kveðja að

Stóra núpi

Margrjet Vigfússon

Myndir: