Nafn skrár:MarJon-1900-03-17
Dagsetning:A-1900-03-17
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3910 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Marteinn Jónsson
Titill bréfritara:bóndi,gullsmiður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1836-07-21
Dánardagur:1920-00-00
Fæðingarstaður (bær):Kelduhólum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Vallahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Kéldhólum, Hnausa P.O. 17. marts 1900

Elskulegi tengdabróðir!

Hjer sje friður og heilsa í húsi þínu

Hjartans þökk fyrir bréf af 5 Jan þ.á. það kom hingað 13da þessa mánaðar og færði okkur þá gleði að þú og þínir eru við bærilega líðan og sama meigum við með sanni seigja um okkur eptir sem tala rennur til þar sem við höfum fleiri ár á baki heldur enn þú. þar sem nú er komið sögu okkar höfum við getað unnið okkur fyrir ánægjulegasta daglegu brauði og notið þess í mestu rósemd, því elli gallar meiga heita heldur hægfara það er valla tiltöku mál þó mart af fyrri ára skemtunum sje farið til dæmis að skrifa, enn svo eru líka aðrar skemtanir sem vel mátti missa og þeirra sakna jeg ekki. þú verður samt að halda til góða þó bréfið verði sundurlausir þankar

Í dag er systir þín 72 ára gömul enn næstkomandi 20 Júlí hef jeg 68 (ef lifi) enn þú seigist vera á 65da ekki hefði jeg getað á því ári verið yfirsmiður á þeim austfirska höfuðstað sem nú er orðinn. Þú seigist hafa 40 aura á klukkutíman það samsvarar 10 centum hjer og kallað lægsta verkamanna kaup enn alveg ólíkt verkstjóra kaupi. Þú seigir mikið fjelag fiskimanna komið á Seiðisfjörð, enn heyrðu mjer bróðir sæll - mjer er spurn eru nema tveir aðal atvinnuveigir Íslands nefnilega sjórinn og griparækt, eru þá ekki útlendingarnir að eyðileggja annann atvinnu veg landsbúa? Það heyrast híngað umkvartanir frá landbóndanum á Íslandi um vinnufólkseklu, hvernig stendur á því? enn ný afstaðið fólkstal á landinu sýnir 6000 fleira heldur enn þegar jeg fór enn 17 ár eru síðan. ekki er hægt að kenna Ameríku um þá vinnufólkseklu, útflutningar haf verið mjög litlir síðan jeg fór einkum og helzt af austurlandi.

Hvað sem nú verður í sumar komandi, Sigurður Kristóferson bondi ur Argilsbygð er nú farinn á stað heim að leiðbeina þeim sem fara vilja, líka eru komnir á 4000 dollarar frá vinunum hjerna til vinanna heima, þeim til hjálpar sem bágt eiga, Líka er nýprentaður bæklingur samantekinn af Vilhelm Pálssyni í Winnipeg sem á að útbýta gefins á Íslandi hann hefir innihald sitt frá Íslendingum í Ameríku nefnilega hvernig þeim líði í líkamlegu tilliti, Jeg vil nú seigja þjer mína meiningu og hún er sú að jeg sje ekki að Canada stjórn sje neitt að vinna sjer í hag þó fáein hundruð af fólki komi frá Islandi þar sem margar þúsundir annarar þjóðar eru alltaf að koma óboðnar inní landið Nú eru löndin óðum að byggjast hjer fyrir sunnan Nýja Ísland og komnir fast að Íslendingum og lítur út fyrir að sú bygð haldi áfam norð eptir hjer á bak við ný Isl: sú þjóð er nefnd Galisíumenn margir af þessum mönnum hafa verið hjer á ferð í vetur að kaupa sjer kýr og

brúkunarugsa, mjer líst vel á mennina Beztu löndin eru í Geysirbygðinni við Islendingafljóts upptökin hjer á bak við eru ótekin, í þeirri bygð eru um 40 Isl: bændur, stórbændur. - Íslendsku þjóðinni og þeirri Ensku kemur heldur vel saman. Fólkið heima ætti að vera þakklátt við stjórnina hjerna fyrir hjálpsemi að koma allslausi fólki undir sinn verndarvæng. Nú í sumar á að byrja vinnu í Rauðá með að gjöra hana skipgenga upp til Winnipeg eins og þú sjerð í Lögb: Líka á í sumar að fara byggja járnbraut frá Selkirk ofan undir n. Ísland. Mikið vinnur stjórnin hjer til að bæta kjör bændanna. - Þú seigir veturinn bágann í fyrra þar heima enn hjá mjer var hann sá frostharðasti sem jeg hef lifað hjer, enn þessi híngað til sá snjóminsti. Vorið næst liðna fremur kalt sumarið fremur votviðra samt, við það varð grasvögstur í garðinum mínum, 11 kýrfóðr af því varð líka hátt í vatninu svo það vildi brotna neðan af bökkum þess. þú sjerð hvað Rúnólfi líður með því að lesa Sameininguna Bjarna líður bærilega með sín 4 börn.

Fyrirgefðu þennan ómyndar miða, Guð blessi þig og þína o.s.frv. er hjartans ósk og bæn

Marteins og Guðrúnar

Myndir:123