Nafn skrár:OlaOla-1854-02-12
Dagsetning:A-1854-02-12
Ritunarstaður (bær):Sólheimum í Blönduhlíð
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Skag.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 100, fol. A
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Ólafur Ólafsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1807-00-00
Dánardagur:1888-00-00
Fæðingarstaður (bær):Dýrfinnustöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Akrahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Vyrduglegi gódkunníngi!

Fyrir 20 tilskrif ydur, og því sídara fylgjandi 10da árb. Espól. þakka eg ydur alúdlegast, eins og alla góda vidkynníngu, ÿfir höfudl. I frètta skÿni er fátt ad vita hédann koma Afbragds gódan vetur hér sídast um Nordurland, og Sidsafla í Skagafÿrdi og Eyafÿrdi fast framm ad Nýárs, svo eg held ad eptir sem frèttst hefir ad Sunnan, ad um þofsan mýndir ad betra ad vera hér en Sydra, og vildi eg ad þér værud nú komin hér Nordur til okkar ef svo er bágt ad lifa fyrir Sunnan sem fréttst hefir, Eingvir hafa hér Nafn kjendir Dáid sídan í haust og veíkindi verid med mÿnsta móti, en slisfarir talsverdar á Ymsum mönnum; Baldvin Járnsmidur Minri kvord sem kalladi sig Skagfjörd og víða var Nafnkendur um landif fyrir eitt og Annad, Slitti sér sjálfur lífs kundir á Jóladags morgunin med því móti ad hann skar svo hreýstilega af sér höfudid ad mænan fór alveg sundur, svo ekki þurfti inn ad bÿnda, og þókti sumum þetta fara ad vonum.

Nílega hefir frèttst ad barn Nífætt hjá Vinnukonu á Þrastarhóli í Eyafirdi hafi fundist andad nidur í fatakystu hennar

þó án þeSs ad Nokkur viSsi ad hún hefdi alid barn þetta; Nú ætla eg ad hætta vid þeSsar fallegu frèttir. og fer svo ad koma til Efnisins sem þó er ekkert Annad en bidja ydur Nú gódi kunníngi! ad rita mér vænt og Vatid frétta bréf med póstferdinni til baka, og seígja mér þan hvört þér er ad væntast í Sumar Nordur til okkar Skagfyrdinga, því ef svo er mundi eg taka ydur eitthvad af slættimund, og jafnvel leíngur ef þér vildud yfirgéfa Sudur landid, þad má nú velja hér um réttgóda Stadi fÿrir einhleipa menn, og vildi eg ad þér gjætud útvegad þarna sÿdra svo sem 20 Duglega menn sem vildu setjast hér ad í Sveítinni, móti Sæmilegum kjörum; um þetta med H óska jeg þér vildud rita mér eitthvad sem fÿrst, einu af fréttum, hellst um Verslun og á sig komulag StrídSins utan lands, því Svo leýdir frèttir eru svo víst ordnar kunnar Sÿdra.- Jeg hefi mÿnst á Skuld ydar vid Mad(in) Solveigis á V. Völlum, og hefir hún Af hendt mér kverid aptur, enn kvedst Nú ekki vilja kaupa þad, og jafnvel ekki hafa lofad því, Eg Skal reýna ad selja kverid ef þér vildud og senda ydur andvyrdid ef þér ekki komid Nordur, sem eg varla trúi ad so færi.- Jónas prestsSonur hefir kannast vid sínar skuld og vona eg ad geta sendt ydur hana med sedli þeSsum; Enn ekki vil eg neiða ydur til ad koma med mikid af bókum þó þér komid nordur, því Prentsmidjan á Eyaf. Ervidar Nú án afláts. Nú er eg búin ad lína til þad sem eg nú í þetta sinn hellst vildi skrifa ydur, jafnvel þótt eg hefdi Nokkud fjölordari verid ef þú værud hér. Ekki svo ad, kalla ókunnugur. okkur hér hæfi lídur eins og vænt er bærilega, eda med ödrum ordum, Svona á millum húsgángs og bjargálna.

Eg læt hér med fylgja 20, fyrir aubókina sem ad þér sendud mér, og lokka garma sem barnid sendir ydr, og hefdi verid Skömm millum okkar, þá hefdi eg sendt ydur svo sem einn Málsverd, enn þad er ekki hægt med fluttníngin.-

lætid nú gódi kunníngji þetta óskémtilega Negli med heilsan frá konu sn. og barninu fyrir mynda mig er eg ydar Einlægur Vin og Veluggari.

Sólheimum 12da dag Febr. sn. 1854.

Olafur

Velgáfudum Ungum Manni

Mo Jóni Jónssyni

næst Sumar Bókasölum. og kaupmanninn

Reykjavík

Sudurlandi

88 Sm fÿlgir bögrull Sonvsigrudi, merkt J.J. borgfi.

Myndir:12