Nafn skrár:OlaSig-1862-12-04
Dagsetning:A-1862-12-04
Ritunarstaður (bær):Ási í Hegranesi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Skag.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 100, fol. A
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Ólafur Sigurðsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1826-09-20
Dánardagur:1908-07-11
Fæðingarstaður (bær):Ási
Fæðingarstaður (sveitarf.):Rípurhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Ási 4. December 1862

Heiðraði Bókbindari!

Eptir langa og harða útivist fekk jeg núna um mánaðamótin brèf frà ydur, hvarí þèr falið að mèr áhöld og húsnæði um tíma í vetur. Þegar þèr òkunnugur maður leyfið nú svona til mín, eða hafið þetta traust á mèr, finn jeg skildu mína að skrifa yður það hreinskilnasta jeg get í þessu tilliti. Það er þá fyrst að taka til ástæðanna hjá mèr, jeg hef nú óhendtug húsakinni, bæði þröng og með slæmri byrtu, því gluggarnir eru of hátt, eins og hèr er hjá okkur á öllum baðstofum, verkfæri hef jeg oflítil handa manni sem nokkuð "drífur" handverkið, þó samt af þeim sè ekki sem lakast; loksins er það þá einasta fæðið, sem jeg má ekki berja mér um að jeg hefði ekki getað selt yður. Þá er nú þessunæst að hugsa um ágóðann; skeð gæti að sömu að þèr fengjuð eitthvert rusl til að binda hèr í firðinum, samt allt á stangli en fyrir

það er vansìdur ábatinn, því borgunina mun víðast hvar vanta, og það venju framar; hefur það þó ekki altínd gengid sem greiðast, það þekki jeg dálítið, en nú tekur yfir, þegar svo kallaðir efnamenn ega ekki skilding til aðgeta skammarlaust ferðast sýsslna ámilli; og kostar það þò lítið í landi voru.

Af framanskrifuðum ástæðum gèt jeg þá ekki annað en einlæglega ráðið yður frá þessu fyrirtæki, og hefði jeg sama gjört þó við hefðum verið aldavinir.

Með vinsemd og virðing

Ó. Sigurðsson

Myndir:12