Nafn skrár:OlaSig-1864-04-10
Dagsetning:A-1864-04-10
Ritunarstaður (bær):Ási í Hegranesi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Skag.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 100, fol. A
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Ólafur Sigurðsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1826-09-20
Dánardagur:1908-07-11
Fæðingarstaður (bær):Ási
Fæðingarstaður (sveitarf.):Rípurhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Ási 10. Apr. 1864

Kær heilsan!

Sögu þá er þèr nefnid í brefi yðar af 28 f. m. get jeg ekki lèð, því jeg hef aldrei svo mikið sem heyrt hana nefnda, svo jeg efast mikið um að hún sè hèr nokkurstaðar til, ef hún þà hefur nokkurntíma orðið til hèr á jarðríki.

Jakob prestur er búinn að svara þeim embættisbræðrum sínum séra Olafi og sèra Þórði þó ritgjörðir þær atli seint að koma ùt à prent, en hann metur þà presta nokkuð ójafnt, sem og svo mun vera maklegt. annars sínast því miður allt of fáir af prestum vorum hafa sanna tilfinning fyrir kristinni trù og kennimannlegum skildum, og þà er almúginn líklega heldur verri en betri, og þetta ástand mun sèra Jakob vilja sýna þjóð sinni ef hann lifir til.

Vinsamlegast

Ó. Sigurðsson

Myndir:1