Nafn skrár:OskRog-1903-05-02
Dagsetning:A-1903-05-02
Ritunarstaður (bær):Klængshóli
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafnið á Akureyri
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Óskar Rögnvaldsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1866-05-20
Dánardagur:1939-04-29
Fæðingarstaður (bær):Syðrahvarfi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Klængshóli 2 Maí 1903

Velæruverðugur

Herra kaupmaður óskir bestu þó að eg skuldi mikið hjá yður eins og fyrri þá má eg til að biðja yður um útúr Reikningi mínum borgun fyrir ull á Vélahúsið og þarf það

að borgast strax því ullin á að kémbast nú strax Svo þarf eg að fá þínggjald mitt ef þér vilduð gætuð hjálpað uppá mig

með það sem eg efist ekkert um eins og fyrri og vildi eg heldst að Jón H S kæmi þá með eitt hvert Skeiti frá yður uppá það

Jón Halldorsson vinnu maður

minn hefir sagt mér svo frá að þér vilduð fá seg í Sumar og haust uppá kaup enn það er ekki hægt í Sumar fyrri enn þá með September byrjun eg er búinn að neita mörgum

um það því að lána hann yfir heyskapar tímann enn nóir biðja eg er fólkklaus og því gét eg ekki lánað hann yfir þann tíma

nema fyrir svo hátt kaup sem þeir þekjast ekki géta staðið við að borga enn ef eg læt hann fara þá má eg til að taka mann í staðinn hans enn þeir eru ornir dýrir og fást

ekki og því þeki mér ekki neinn hagur að lána hann burtu yfir þann tíma enn í Haust tel eg uppá að hann verði hjá yður uppá viðunanlegt kaup því eg hef

neitað góðu op skiprunni í Haust þessvegna eins og hann gétur sagt yður spurníng hvað viljið þér gjalda honum

hand="scribe" place="supralinear">í kaup frá 4 September byjun til loka vertíðar ef 3 eru í Premíu og eg

legg honum allttil svar Ekki get eg sagt yður uppá neina vissu hvert eg kém ei kjör fund í vor mig lángar til að koma enn kríngum stæður mínar

géta

kannské hamlað því enn eg læt yður vita að eg verð ekki á móti Havsteen enn ekki leyfi eg að skrifa nafn mitt nokkrum manni í þeim tilgangi því ef eg kémst ekki á

kjörf þá er það þýðingarlaust

Meðalúðarvirðíng og vinsemd

Óskar Rögnvaldsson

Myndir: