Nafn skrár:AsgBja-1894-11-27
Dagsetning:A-1894-11-27
Ritunarstaður (bær):Knarrarnesi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:hluta myndar vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Ásgeir Bjarnason
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1857-05-14
Dánardagur:1943-02-03
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Álftaneshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Mýr.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Knararnesi 27. Nóvember 1894

Herra prófastur Einar Friðgeirsson

elskulegi vinur.

Jeg hef verið beðinn að semja við þig um, að jarðsingja systir mína Þuríði sál sem andaðist á heimili sínu Straumfirði 21. þ.m., og vil jeg mælast til ef Guð og

kringumstæður þínar leyfa, að jarðarförin fram færi á Alptanesi mánudagin 3.a desember næstkomandi eða þá það fyrsta sem kostur er ef síðar skal vera, og vil

jeg biðja þig setja mánaðardaginn í þau tvö brjef sem

jeg læt fylgja með þessu til þín. Þú ert beðin að holda ræðu í kirkjunni þannig lagada, að hún sje sem þakklætis kveðja til vina og vandamanna hinnar látnu, og

vil jeg sjerstaklega mælast til að þú vikir hlýjum þakkar orðum til Kristjáns gamla fyrir hans umhyggju og aðstóð

seint og snema - hann er sem barn, að hann gleddist af þvi eins og líka hann hryggist af lillu - enda á hann öðrum fremur þannig lagaða þökk skilda. að öðru leiti

þakkar þú í hennar orða stað þeim sem með alúð og um hyggju hafi hlint að henni og þannig ljett dauða-

stríðið í hennar löngu og þungbæru legu, og að endingu - ef þjer þætti það við eiga - að hafa móðurlegt avarp

til barnanna að þau gættu sín frammvegis að halda fast við þann góða veg sem til lífsins leiðir. Jeg held jeg verði þess utan að biðja þig hafa helstu æfi atriði

k að því leiti sem þjer er hægt að ná þeim úr bókum hjá þjer því jeg get þvi miður ekki gefið neitt upp af því - jeg veit

að bæði mjer og þjer yrði annars af sumum á hálsi legið - , en annars álýt jeg þessháttar hafi ekki þíðingu. Sem vönduð og Guðhrædd kona

var hún en að öðruleiti ræður þú lýsingu hennar ef nokkuð er þar um sagt. B. Fædingar ár Gift hverjum Ekkja hvenær

Börn að tölu ogdánar dag. Jeg orðlengi svo ekki frekar um þetta, en fel þjer að hafa það að öðruleiti eptir sem þjer

fynnst við eiga. Að endingu er vinsamlegasta kveðja frá okkur hjónum til ykkar hjónanna með bestu þökk fyrir síðustu samfundi eins og undanfarna kynningu

þinn vin

Asgeir Bjarnason.

Myndir:12