Nafn skrár:PalMag-1866-10-11
Dagsetning:A-1866-10-11
Ritunarstaður (bær):Kjarna
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 100, fol. A
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Páll Magnússon
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Kjarna 11/10-66.

Gódi Vin!

Þad hefir alltaf fallid í gleimsku fyrir mjer ad hripa þjer vidvíkjandi Rúminu þínu.

Sigfús vill ekki kaupa þad fyrir meira enn 6 eda má skje 1 Baf. og eingin, sem jeg hefi reynt ad bjóda það, vill gefa meira enn 6rds, sjálfur hefi jeg ekkert med þad ad gjöra, svo það er enn óselt og hjá Sigfúsi. Viltu nú ekki skrifa Friðbirni Steinssyni og láta hann vita hvad þú rædur af um rúmid?

Af því jeg veit ekki betur enn ad jeg sje búinn ad tína milli reikningokkar, nema 1i nótu frá þjer yfir bókband, vil jeg bidja þig gjöra svo vel og senda mjer reikning yfir þad, sem þú átt hjá mjer, eda sem ganga átti í prentsmidjuskuldina þína, svo jeg geti gjört grein

fyrir hvad eptir stendur af henni, og þad -ef þú getur- med þessari póstferd.

Forláttu frjettaleysid og kostinn.

þinn

Magnusson

Myndir:12