| Nafn skrár: | PalMag-1868-05-01 |
| Dagsetning: | A-1868-05-01 |
| Ritunarstaður (bær): | Kjarna |
| Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
| Ritunarstaður (Sýsla): | Eyf. |
| Athugasemd: | |
| Safn: | Handritadeild Landsbókasafnsins |
| Safnmark: | ÍB 100, fol. A |
| Nafn viðtakanda: | Jón Borgfirðingur |
| Titill viðtakanda: | bréfasafnari |
| Mynd: | ksa á Lbs. |
| Bréfritari: | Páll Magnússon |
| Titill bréfritara: | bóndi |
| Kyn: | karl |
| Fæðingardagur: | |
| Dánardagur: | |
| Fæðingarstaður (bær): | |
| Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
| Fæðingarstaður (sýsla): | |
| Upprunaslóðir (bær): | |
| Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
| Upprunaslóðir (sýsla): |
| Texti bréfs |
Kjarna, 1 maí 1868. Háttvirdti gódi vin! Hafdu þökk fyrir brjef þitt frá 24 Fallega gengur annars med póstgöngunar yfir höfud:- Slept úr midsvetrarferd nordurl. póstsins og þad sem verst er Hjer er líka nóg af sundurlyndi: milli amtm. og sýslum. okkar, mili amtm. og Sv. Þórarinssonar gamla Skirafar hans; og milli amtm. og einstakra manna, svo sem Prófastanna í Laufási og Hrafnagili, Einars á Nesi mönnum; enda er munur á röggsemi hans og lagaviti í embættisfærslunni og umhyggju fyrir vellídan amtsbúa hans, og á öllu þessu hjá St. þ..s.i", er götu drengirnir á Akureyri kalla hann. Nóg hjer um; því tíminn leidir í ljós hvernin allt þetta óvináttu Krims Krams fer. Ekki hefi jeg enn getad haft upp, hver sá er, sem flangsadist í Baldur í Nordanf. en jeg er samt ekki vonlaus ad fá þad upp sídar. Adferd Sl. vid Ingibjörgu var og er án efa ólögleg og vítaverd; en slíkt er ordið hjer ad daglegu braudi. Jeg er búinn ad selja, Baldur allann, og legg hjer innaní þad, sem eptir stendur hjá mjer fyrir fyrsta 1/3 14 Expl. (8 og er þad þá í fyrsta sinni, sem mjer hefur viljad þad til. En allt skedur einusinni fyrst. Þann 24 og 25 mars var haldin sýslufundur á Akureyri, sem jeg bodadi, til ad ræda um verslunar samtök. Og voru þar (auk fjölda tilheyranda) 2 og 3 Kjörnir menn (Deildastjórar) úr hverjum hrepp sýslanna Svo eru þingeyingar gengnir í samband vid okkur og hafa skrifad Þorl. líka en komi hann ekki, hefir verid tilrædt um ad fá Kaupm. frá Reykjavík sem þú nefnir samt ekki fyrst. |