Nafn skrár:PalVig-1874-10-23
Dagsetning:A-1874-10-23
Ritunarstaður (bær):Vallanesi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:
Safn:Bókasafn Seðlabanka Íslands
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Páll Vigfússon
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1855-05-13
Dánardagur:1889-05-17
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Vallahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):Ási
Upprunaslóðir (sveitarf.):Fellahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Staddur í Vallanesi 23. octob, 1874

Góði vin!

Þótt jeg viti að þú færð svo mikið af brjefum og ýmsu aðkalli á meðan þú dvelur á Seyðisfirði, að þetta verður að eins til að gjöra þjer ámeti, þá get jeg þó eigi

látið vera að skrifa þjer faeinar línur. __ Jeg þakka þjer fyrir allt gott og ástúðlegt undan farið. Jeg samgleðst þjer sem fulltrúa Suðurmúlasýslu. Það var leitt, að þú

gast eigi fundið okkur hjeraðsmennina núna því að vjer mundum hafa haft af því bæði gagn og gaman. Þú finnur þó líkl. kjósendur þína, áður en þú ferð til þíngs að

sumri; eða hvað? -- Ur því jeg fór að skrifa þjer þá vildi jeg minnast á við þig um grafmerkið yfir leiði föður míns. Stjúpa mín borgaði í sumar 50

rd til Sigurðar fyrir það, og það er vilji okkar að þú verjir þeim sem sje til þess að fá það sett yfir leiðið. Svo átt þú nú hjá okkur

ómakslaun bæði fyrir það og

annað. En Björn Jensson á Garði getur sagt þjer fyrir um, hvar leiðið er, því að við skoðað það í vor áður en jeg fór frá Höfn.

Mikið hefur verið rætt hjer á hjeraðinu í haust um verzlunarstjóraskiptin á Vestdalseyrinni og þetta boð Hjálmars á Brekku ef sonur hans komizt að við verzlunina þar.

Flestum þykir það illa að farið við af kalli og líta svo á, sem hann bjóði mútu til þess að koma að syni sínum. Á hinn

bóginn þykir hart að reka Sigurð frá fyrir engar sakir, því að hann er almennt í mesta ofheldi alstaðar þar sem jeg þekki til, nema þá í kringum Hjálmar gamla. Svona

er nú sf skoðun manna hjer. Þú mátt eigi misvirða við mig þótt jeg seyi þjer hana.- Ekkert láta þeir á bæra enn sem kosnir

voru til að gjöra breytingar uppástungur við gránf.lögin á Þórsnesfundi í vor.- Þegar þú kemur til Hafnar þá skaltu heilsa "G. ungum" frá mjer og segja að jeg sakni þess

að fá engar Ordrer frá þeim. -- Það er mælt að bón

fylgi blaði hverju, og sannast það að mjer. Stjúpa mín ætlar að biðja þig að útega sjer 1. reiðhatt

handa ýngismey kaffibrúnan með fjöður og slöri; svo sendir hún þjer hár til að búa lata búa til úr kvennmannsúrfesti og

gulllæsingu sem á hana á að fara það er jarpur lokkur. Annað hér ljósgult sendir hún þjer, sem á að búa til úr hálsband handa kvennmanni og sé??

gulllæsingu á; það á að eins að kosta 4rd Ekki sendi jeg þjer borgunina fyrir þetta og er það nokkuð ósvífið

af mjer að ætlast til að þú leggir út fyrir það. En ef þú annars má jeg segja að jeg á svo mikið inni á Eyrinni sem þessu

svarar, og mætti það þá, ef til vill koma á móti því.

Fyrirgefðu mjer allt kvabb??

Gangi þjer allt til gæfu og hags. Þess biður þ. einl.

Páll Vigfússon

frá Asi

Myndir: