Nafn skrár:RagDan-1886-08-26
Dagsetning:A-1886-08-26
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Reykjavík 26. águst 1886

Hjartans elsku mamma min!

Af innilegum huga þakka jeg þjer alla elskusemi við mig kæra mamma mín!_ Jeg minnist þess lengi þá jeg kvaddi séra Jóhann síðast á Eskifirði um borð í Lauru, jeg var eitthvað svo illa til "pass" að jeg gætti ekki einusinni að að biðja að heilsa heim, jeg kvaddi hann í einhverju fáti; í því að skipið var að fara, þvi í sömu andrómi var mjer skipað að taka það er jeg þyrfti að brúka úr kofortinu, það átti nefnil. að fara ofan í lest, þrátt fyrir þá jeg bæði um að mega hafa það inni hjá mjer; en rjett þegar séra J. var geng= in úr sansaði jeg mig á þessu, og hljóp út á eptir honum, bæði til að kveðja Stebba, og til að biðja að heilsa heim; en þetta var um seinan því báturinn var að fara frá skipinu, og held jeg að þeir

sem til mín sáu (ef þeir hafa verið nokkrir) hafi hugsað að jeg væri ekki með öllu mjalla, því jeg hrópað vertu sæll Stebbi; en jeg veit að fyrir golunni hefur hann ekki heyrt til mín; eptir það fór jeg ofan í kojuna mína og reyndi að jafna mig í einrúmi._ Á skipinu hálf leiddist mjer sjerstaklega framanaf; veðrið var líka svo leið= inlegt flesta dagana, þó hvergi væri það eins hraparlega vont eins og á Siglufirði, þar var hvít húðin í kring um skipið, og snjór alveg heim á túnið á Hvann= eyri. Ferðin hingað suður gekk að mestu slisalaust fyrir mjer Jeg gat einhvern veginn baslast áfram með dönskuna, og hjálpaði dálítíð þeim sem voru lakari en jeg. I fyrra málið er jeg nú búin að vera hjer í viku og hefur mjer liðið vel síðan jeg kom. Þeirrar hef jeg komið til Guðrunar systur seinasta skipti var í gærkveldi, og þá gat jeg lítið eitt tal að við hana; hún talaði mikið innilega um Jóh. sáluga, og mjer og okkur til hinnar mestu huggun ar sagði hún mjer, að hann hefði sáttur við alla menn kvatt heiminn; einusinni sagði hún að hann hafði sagt meira við sjálfann sig, en sig

"Nú á jeg engann þann óvin að jeg gæti ekki kvatt hann og kysst sem deyjandi maður ef hann væri hjer kominn" Jeg þarf ekki að lýsa elsku mamma mín hvað þessi orð glöddu mig; líka sagði hún að trúin hans til Guðs hefði verið innileg og stöðug; og að hann þráði þessi (endalok veiki sinnar) vitum við öll sönnun, Guð lagði honum svo mikið til, þar sem hann komst til þessa góða fólks sem vildi brjóta sig í þúsund stykki fyrir hann; jeg hefði aldrei getað trúað því að vandalaust fólk nokkurntíma gæti lagt svo mikið í sölurnar fyrir svo að segja ókunnuga, já mjer finnst rjett að það vera áþreifanleg Guðs tillaga. Fyrir utan að kon an lánaði honum allt það snotrasta er hún átti, til þess að gjöra herbergi hans sem, ánægjulegast, þá lagði það svo mikið sjer til að gjöra veikindi hans sem ljettbærust, að það ljet stundum börnin í burtu til þess að þau ekki hefðu hávaða; ef jeg væri hjá ykkur gæti jeg sagt ykkur svo margt þessu viðvíkjandi. Þann 29. mai eignaðist kona Runólfs snikkara dreng, og heitir hann Jóhannes; konan var að afsaka það við mig að hún óaðspurð hefði látið heita nafni bróður

míns saluga, hún sagði að sig hefði langað svo mjög til þess, og svo hefði það líka verkað á að í þrjár nætur stuttu áður en barnið var skírt, hefði sig dreymt J. sál og sagð= ist hún í svefninum hafa munað eftir að hann var dáinn, og var hann að biðja hana að lofa sjer að vera kyrran í húsinu, og nóttina áður en barnið var skírt, dreymdi systur hennar (er stundaði Jóhanna) að hann kom til hennar og bað hana að sjá um að hann mætti vera í húsinu; þetta til saman verkaði að dreingur ber þetta nafn þessi litli stúfur er ógn laglegur; þetta er líka mesta myndar fólk er að honum stendur þó það sje haldin fátækt. Jeg hef nú elsku mamma mín eptir á haft mikla samvizku af að jeg afhenti konuR. heyjuna, áður en jeg hafði skrifað ykkur heim um hana, ef ykkur kynni nú að þykja mikið fyrir þessu við mig; jeg var svo hrifin af að heyra hvað J sál. var þarna ánægður og elskur að þessu fólki, að mig langaði svo mikið til að það sjerstaklega sæi frá ykkar hendi einhverja viður kenningu en þetta var það eina er jeg sá að R. langaði til að kaupa, þó hann ekki talaði um það. þessa áræðni bið jeg þig nú bezta mamma mín að fyrir gefa mjer._ Jeg hefði svo margt fleira að tala við þig um en jeg hef svo mörgum að skrifa að tíminn leyfir ekki meira Fyrir gefðu þetta elsku mamma. Guð annist þig allar stundir þess biður af hjart þín elskandi dóttir Ragnheiður

Jeg bið kærl. að heilsa fólkinu sjerstakl. Stebba og Sofíu Jónnasdóttir þeg00 þín Ranka og Ha0000

P.S. Elsku mamma mín!

Jeg minntist þess þegar jeg var búin með brjefið þitt að í fyrra kvöld þegar jeg var hjá Guðrunu systur var hún að mælast til að þessi Halldór er stund aði Jóhannes sálugu bróðir fengi einhverja flík af upp honum hún sagði að hann væri bláfátækur og að hann hefði mest fyrir sín að gjört það og því lang= aði hana til að hann yrði eitthvað gladdur. Ef hún hefði sagt þetta fyr við mig þá hefði jeg skilið eitt hvað eptir af fötum hans hjer þangað til jeg hefði fengið svar frá ykkur er nú er Ólsen búinn að taka við öllu er hann átti (að undanteknu sauð borði tóbaks pípu stokknum hans og lamp= anum, stokkurinn komst ekki ofan í kassann pípuna vissi jeg að ekki var eiginlega brúk fyrir heima hún hafði orðið eptir þá niður var pakkað borðið og lampann afrjeði jeg heldur að sent yrði jeg var svo hrædd um að það brotnaði rjett á leið inni þegar enginn væri er passaði það en það má ætíð senda þegar þið viljið) Af þvi svona stóð á að að Ólsen var búinn að taka við öllu, kom jeg mjer ekki fyrir með að fara heim til hans og krefj_ ast þess að allt yrði rifið upp aptur og því rjeði_

jeg heldur af að allt yrði sent heim og að þið rjeð uð sjálf hvað þið ætluðuð honum og honum væri þá sent það t.d. að vori Mjer heyrðist á Ömmu að Halldór mundi þókna stúlkunni. Þetta er í svoddan flaustri skrifað fyrirgefðu ástar kæra mamma mín þinni elskandi Rönku

Mamma mín!

Myndir:12345678