Nafn skrár:RagDan-1886-09-23
Dagsetning:A-1886-09-23
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3523 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

12/10 86

Reykjavík 23. september 1886

Elskulegi pabbi minn!

Guð gefi þjer og ykkur öllum heima á Hólmum, góðann daginn. Klukk_ an, er nú eitthvað um 6. og sit jeg í holu minni með möppuna mín og fæst við kontórstörfin; af því jeg er svo góð með að geta vaknað á morgnana, er jeg á þennann hátt hjerumbil búin að afgreiða postinn, nu þegar Thyra kom loksins. Hún (Th) kom í gær seinni partinn, og með henni ógn ar hópur af farþegjum, um alla vegi varð að troða sjer niðu, jafnvel bæði á

dekkinu og í lestinni. Jeg hrósaði happi að hafa ei verið með á þessum langvinna túr, og í þvílíkum þrengslum: Síðan Laura fór hefur hjer lítið gjörst merkilegt Jeg hef að mestu leiti verið frisk; tannpinan gamla ætlaði samt að fara að heimsækja mig, og rjeði jeg af að fara til Schierbecks og láta hann draga í burtu þennann versta jaxl, sem tannpinan hefur nú lengi verið mest í; svo var jeg hálf slæm viku tíma á eptir; en síðan góð, hvað lengi sem það verður._ Enn er jeg í húsi H:H. en það fer nú samt líklega að styttast en við verðum hjer. Þau Halldór og Anna fengu nú húsgögn sin með Thyru, og verður strags farið að taka þau upp, og

koma þeim fyrir; svo þurfa þau að fá sjer nokkuð í við bót, en það kemur ekki fyr enn með Lauru næst. Halldór skrifar þjer sjálfsagt hvar húsnæðið verður, nefnil. í Glasgow; hið lakasta er, ef þar er mjög kalt eins og allir segja að muni vera; þetta er svoddan fjarska hins k0okk00 stór, og sjálfsagt afsjer gengið. Egilson hefur nú fyrirfarandi verið að láta gjöra dálítið að þessum herbergjum er Halldór fær, t.d mála gjöra við glugga og betrekkjog svo hefur hann látið setja upp mjög stórann og fallegann "maggasín"ofn í stáss stof- una er verða á; Jeg held að enn sje óráð= ið, hvað mörg herbergi þau hafa það er svo óþægilegt að Guð0mpla fjelagið hefur svo

mörg herbergi er ei verða fengin laus, að jeg er hrædd um að það pláss er H fær, verði af skorn= um skammti._ Síðan jeg kom hef jeg verið í kirkju á hverjum sunnudegi nema þeim síð= ast liðna, og hef jeg þó ætíð hugsað heim til ykkar í kæru foreldrahúsin mín; þar er svo rólegt að sitja og láta sálina dvelja á þeim stöð= um sem henni eru kærastir. Á fyrra sumar dag framfór prestavígslan, þá voru vígðir 10 prestar, og er það hátíðlegt tækifæri Séra Jóhann Þorsteinsson biskupskrifari stje í stólinn, og sagðist mikið vel. Ögn sýndist mjer og heyrðist að biskupinn vera orðinn fyrir gengilegur._ Fyrir stuttu var hjer ein forláta veizl= an, nefnil veizla sér Arnórs sonar Árna sáluga á Höfnum (einn ný vígði prestur= inn) hjeðan úr húsinu var hjónunum og þeím boðið þá voru þau H. og A ekki komin vestanað, jeg var því heima að hjálpa til að gæta hús og barna á meðan._ Elsku pabbi minn fyrirgefðu párið, það er rjett til málamynda, svo að þú sjáir hús stafi frá Ránku þinni, jeg veit að H. skrifar þjer allt sem markvert kanna að þykja.

Líði þjer svo ávallt sem bezt fær óskað þjer þín elskandi dóttir Ragnheiður.

Myndir:12