Nafn skrár:RagDan-1886-11-10
Dagsetning:A-1886-11-10
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3523 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

10/12 86. 6/1 87.

Reykjavík 10. nóvember 1886.

Elskulegi pabbi minn!

Hjartkærar þakkir á þetta blað að færa þjer fyrir brjefið þitt elskulega, sem jeg meðtók þann 30. þ.m. mjög feginsamlega. Líka þakka jeg þjer innilega fyr ir þínar góðu undir tektir með treyjuna, er Runólf ur snikkari fjekk; jeg var búin að gjöra mjer svo mikla samvizku með sjálfri mjer út af henni, af því jeg vissi svo vel um efna hag þinn, elsku pabbi minn! Og svo þakka jeg þjer sömuleiðis fyrir tilmæli þín, viðvíkjandi borðinu og lampanum. Þegar farangur Jóh. sál. var sendur í sumar, vissi jeg ekki hvað átti að gjöra við þessa hluti (nefnil. borðið og lampann og ómerkilegan vinstokk er var svo langur að hann komst ekki kassann, og svo pípa, sem gleymd= ist þegar niður var látið) en jeg sá að Halldór

hefði þörf bæði fyrir borðið og lampann, og því hafa þau tekið við þessu._ Jeg var alveg hissa þegar jeg heyrði að þú hafðir ekki fengið úrið hanns Joh. sáluga enn, það var því mitt fyrsta dag= inn eptir, að jeg fjekk brjefin ykkar, að fara til Guðrunar systur þinnar og grennsl= ast eptir hvar það væri, og sagði hún mjer að Kristinn bróðir hefði tekið við því, ásamt rauðum póleruðum kassa, með ýmsu dóti í; og þar á meðal voru allar myndirn ar hanns; líka tók hann við liklinum að bókakofortinu. Nú með póstinum skrifaði H. Kristni, og hefur hann víst minnt Kr. á að senda alltjend úrið það fyrsta til ykkar._ Þau hjón= in á Söndum eru ekki neitt eiginlega dugleg að skrifa, því hvorki kom brjef frá þeim með síðasta pósti, nje þeim næsta þar áður; en samt frjettum við úr brjefum frá séra Janusi og konu hanns að þeim líður vel._ Jeg þykist vita að Halldór skrifar þjer nákvæmlega um allt er viðvikur Jóh. sál._ Í sumar þegar farangur hans var farin, iðraðist

jeg eptir að jeg hafði ekki tekið frá utanhafna föt hanns og geymt þau hjer, þangað til jeg vissi hvort þið vilduð heldur fá þau, eða að þau gengu til þessara pilta er hjúkr= uðu Jóh. sál; því nú veit jeg að þessum Halldóri Bjarnasyni hefði ekkert komið betur; en einhver spjör, hann er svo klæðlaus segir Guðrún systir; hanns er í þjónustu hjá henni; en hjeðan af er leiðinlegra að senda til baka ef þessum fötum._ Jeg hef opt óskað eptir að G. systir þín væri ögn 0000 þjer, hún er hjer svo einstæðingsleg og hjálp arlaus, bæði eru efni hennar að þrotum komin, og það leið inlegasta að hún á svo mikið hjá öðrum, er hún nátturl. fær aldrei, af því menn gjöra sjer svo dælt við hana, og þá kæmi henni betur að vera nærri einhverjum þeim er gæti gefið henni ráðleggingar, en þó hún fengi pen= inga styrk; það er ekki svoleiðis að G. sje að kvarta yfir kröggum sínum, en jeg hef heyrt þetta á dætrum hennar; hún er svo óheppin að geta hvergi komið dætum sínum að til að koma, t.d. börnum, því það gætu þær er bezt; en hjer eru svo margir um þessháttar störf, að það er ekki hægt._ Af frjettum mun jeg lítið, hjer er svo tíðinda laust. Veðrið hefur verið gott nú í nokkra daga en í haust

hafa gengið opt rigningar engu minni enn fyrir austan Eitt kvöld þá við fórum ofan til Friðriksen gekk heilmikið á hjer í bænum; við vorum í makindum þar inni þegar heyrðust hrópin og lúðragangurinn og sagt var að eldur væri komin upp á hótel "Alexandra" svo var á augabrgði allt í háa lopti og hver sem betur gat hljóp til að sjá eldinn; það var verið að gipta hjóna0fari í kirkjunni, og var sagt að presturinn hefði flýtt sjer út á undan öllum, því hans hús var næsta hús við hótelið; enn til lukku varð ekki mikill skaði að þessum bruna, samt brann að innan eitt herbergi; jeg held líka að seinlegt hefði verið að slökkva mikinn eld, vegna mannfjöldans, svo var mikill troðning ur. Á sunnudaginn fór jeg í kirkju, þá vígði biskupinn til Kvíabekkjar, séra Jón Jónson frá Hlíðarhúsum. Það er eins og menn forðist ekki prestastöðuna svo mjög, þá nú á þessum tímum sje þessi barátta fyrir prestunum; nú eru sagðir svo margir á prestaskólunum._ Fyrirgefðu nú þessar línur elsku pabbi; jeg þarf nú að flýta mjer að ljúka við þær þvi nú fer að líða að því að póst töskunni verði lokað. Að endingu ert þú hjartanlegast kvaddur af þinni elskandi dóttir.

Ragnheiði

Jeg átti að skila kærri kveðju til ykkar allra, frá Guðrúnu systir þinni. Jeg er þín Ranka.

Myndir:12