Nafn skrár:RagDan-1887-02-03
Dagsetning:A-1887-02-03
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Reykjavík 3. febrúar 1887

Elskulega mamma mín!

Strags í byrjun brjefsins bið jeg þig að fyrir gefa mjer hvað þessi seðill verður stuttur og ómerki legur, og átt þú þó skilið langt brjef frá mjer fyrir blessaða brjefið þitt, langa og góða, sem jeg nú þakka þjer hjartanlega fyrir, Jeg er alltaf að blessa yfir norðan póstinn fyrir hvað hann færði mjer góðar frjettir af þjer elsku mamma min jeg var svo hrædd um að þær (frjettirnar) hljóðuðu allt öðru vísi; en bara að þú ofreynir þig ekki með þessum spuna, og að þjer batni svo seinna fyrir það Ekki atla jeg í þetta sinn að þakka þjer fyrir peisfota vaðmalið góða mamma mín jeg vona að jeg geti bráðum persónulega verið hjá þjer og þakkað þjer fyrir það Jeg er helzt að hugsa um að biðja Halldór bróðir að hjálpa mjer heim til ykkar aptur í vor með Strandskipsferðinni sem fellur sunnanum landið í Júní mánuði, það er að segja ef þið 0000 foreldrar mínir hafið ekki á móti að jeg komi

heim til ykkar aptur; jeg held að jeg geti gert meira gagn heima hjá ykkur en hjer hjá honum því jeg er hjer alveg umfram Anna er sjálf mikið dugleg, og er svo mikið með í öllu sem gjörast þarf í húsinu; en ef jeg kem heim í sum ar þá kostar ferðin min heim minnst með júní ferðinni, og líka er ætíð svo mikið að gjöra á Hólm um á vorin, jeg vona að jeg geti náð í að tína með þjer ögn af gráa hnoðranum lika hlakka jeg til að sjá hvað búskapnum hefur farið fram síðan jeg fór; þegar þú minntist á hvað opt þú strokkaðir óskaði jeg í huganum að frá þjer væri horfin ofurlítill biði af nýju smjöri einu sinni í viku til hennar S. systir, bæði á hún svo bágt með að borða slæmt smjör, og svo er jeg hrædd um að hún hafi ekki mikið til að kaupa fyrir, jeg bara skil ekkert í af hverju hún lifir; jeg kom til hennar nú nýlega og var hún mikið að biðja að heilsa austur til ykkar._ Af litlu nöfnu þinni gæti jeg sagt þjer margt

og mikið, ef jeg væri hjá þjer, hún er svo góð og skemmtileg litla buddan, í dag var hún alltaf að nefna afa og ömmu á Hóllum, og svo er hún nú búin að læra dálítið af ljóðmælum, fyrir jólin var hún búin að læra um jólasveinana, og nú hefur guðrið ur lofað mjer, að hún skyldi verða útlærð í þessari vísu "Meyjan fríða munað blíða með svo rjóða kinn" og áður en 0örtur fer, svo jeg gæti sent þjer tvö 000 er skrítið að heyra þegar hún er að fara með þessar vísur; aptur get jeg sagt þjer sanna sögu af henni, þegar hún bleitir bugsurnar sínar, því þá fær hún stundum skell, enda segir hún líka opt þegar hún á von á að upp sje komið um sig "ekki skjella Bobbu minni:" en bezt þotti mjer af henni einu sinni hjer um daginn, að pabbi hennar var að straffa Dóra litla, og þá kom hún skjæl andi og lagði litlu höndur um hálsinn á honum, og sagði "æ ekki skella atla" og held jeg að hegningin hafi orðið vægri fyrir bragðið, svona gæti jeg sagt þjer margt smávegis af blessaðri litlu Bobbu þó jeg tali nú mina

um litlu Jóhönnu þá er það ekki fyrir það að hún sje ekki ánægjulegt barn en hún er enn svo lítil að það er svo lítið hægt að segja um hana._ Mig minnir að jeg hafi skrifað S. systir um komu mína á Dýrafjörð til Kristins bróður, hann leit mikið vel út og var glaður í bragði að sjá; en hrædd er jeg um að hann sje í kröggum vesalingurinn, hann hefur l´ka út_ vegað sjer ýmsar "mublur" ssem hafa kostað mikið, og ekki hafði jeg hjarta til að segja honum að mjer kæmi vel að fá krónurnar sem við S. eigum hjá honum; en samt vildi jeg gjarn an að þær væru nú horfnar til mín, og mátt þú ekki hlæja að mjer þó jeg segji þjer til hvers að jeg hefði freistast til að brúka þær þú hefur máske heyrt um þennan tann læknir sem hjer er í vetur, og hefur hann verið að setja tennur í fólk, og held jeg hreint að jeg hefði verið með ef jeg hefði haft kr.; hann selur 4 til 5 kr. tönnina, svo það er ekki lengi að draga sig saman._ Máske annars að jeg fari nú að hætt í þetta sinn; og geymi þangað til næst að segja meira, jeg á líka nokkuð eptir enn, óskrifað_ Vertu nú ætíð blessuð og sæl hjartkæra mamma mín; Guð gefi að jeg megi sjá þig og ykkur öll glöð og frísk heima í sumar. þess óskar hjartanl. þín elsk- andi dóttir Ranka.

Myndir:12