Nafn skrár:RagDan-1887-03-24
Dagsetning:A-1887-03-24
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3523 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

2/5 87.

Reykjavík 24 marz 1887.

Elskulegi pabbi minn!

Sjerstaklega er það tilgangur línanna, að þakka þjer kæra brjefið þitt með síðasta pósti, og gjöri jeg það nú hjartanlega Jeg er svo ósegjanlega fegin í hvert skipti sem jeg hef lesið brjefin ykkar, að þau ekki flytja okkur, enn ný rauna tíðindi, en Guð veit hvað langt verður þess að bíða. Aum- ingja Stebbi hann á bágt með sitt heilsu leysi, og var hann heppinn að vera ekki farinn af landi burt, og máske búinn að sleppa sjer út í einhvern sall; já jeg hef opt hugsað um það síðan jeg kom

hingað, og hef sjeð og heyrt um svo marga unga menn hjer hvernig þeir lifa og sukka, hvað það er mikill munur að vita af sínum hvíla í ró, heldur enn að sjá þá ganga slíka götu. Jeg get mikið vorkennt frú Havstein eptir, því sem sagt er um syni hennar, sjerstaklega Marinó hvað hann sje orðinn slark_ samur, og þess vegna siglir hún víst með honum í sumar, þegar hann fer á háskól= ann; en hætt er við fyrst hún hjer getur ekki meira aptrað honum frá óreglu, þá gangi það ekki betur þar._ Ekki er álitlegt með þá Reyðfirðingana enn þá; þeir ætla seint að hætta að finna upp á einhverju nýju til að bera á borð fyrir ykkur þar á Hólmum; jeg var svo

ánægð yfir að mála ferlin þín væru á enda kljáð, og þú færir elsku pabbi minn að geta haft það ögn rólegra, en eptir því sem þú skrif_ aðir mjer síðast, þá hef jeg farið vest í því. Já það er undarlegt hvað sumar manneskjur eru eins og h00gðar fyrir ófrið og að trufla annara ró._ Það merkilegasta sem mjer finnst vera hjeðan að skrifa er um veðuráttuna, hvað mjer finnst hún mikið betri hjer en jeg hef vanist áður, því bæði hefur fallið hjer svo lítill snjór og frost_ ið staðið svo stutt yfir, og nú í nokkra daga hefur verið svo ágætt veður, logn og sólskin; jeg held líka að vesalings fólkinu hjer í kring komi það vel, svo það geti fengið sjer í soðið einhverja björg úr sjónum, því nú um tíma hefur ver_ ið dálítill afli, þegar menn hafa komist á

sjó, af því þeir þurfa svo langt til að sækja fisk= inn er ekki hægt að fara nema í svo stilltu veðri. Jeg held að hjer sjeu svo margir sem eiga mikið bágt; mjer hefur opt fundist h00randi að sjá þessa ræfla sem eru að koma og biðja að greiða eitthvað fyrir sjer, að gefa sjer skilding spjör eða brauðbita þetta var svo algengt í haust að jeg var hreint hissa._ Hjer geng= ur heit mikið á með þssa Met0dicta sem Lárus Jó hanneson er fyrir liði fyrir; þeir eru nú sagðir orðnir margir sem hafa þá trú og predika þeir með Lárusi nú nokkuð lengi hefur L. ekki haft fyrir lestur í kirkjuni heldur á bæ hjer skammt frá sem heitir Lelland; þar hefur bóndinn verið svo mikið veikur að menn hafa nú; langa tíð talið hann frá, og var L. alltaf að reyna að fá hann á sína trú áður en hann dæi en veslings maðurinn vill ekki deyja í annari trú en þeirri sem hann hef= ur lifað í; fyrir tveimur vikum síðan kom maður frá L. til Halldórs til að klaga skrílinn fyrir honum því hann hefði ekki frið fyrir ólátum og gauragangi en H. brá sjer til og rak allt hyskið burt og L. með; svo nú hefur Lárus predikað á tjörninni síðan. Kannske að jeg fari nú að hætta þessu rugli og slái botn í það. Svo ert þú hjartan legast kvaddur pabbi minn af þinni elskandi dóttir

Rönku

Myndir:12