Nafn skrár:RagDan-1891-06-02
Dagsetning:A-1891-06-02
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl. ?
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Daníels og Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3523 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson og Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

4/9 91.

Skeggjastöðum 2 júní 1891.

Elskulegu foreldrar mínir!

Jeg ætla í tíma að byrja á línum til ykkar af því opt er ervitt að koma brjefum hjeðan til Vopnafjarðar nema að senda gagngjert með þau, en nú strags úr helginni ætla hjonin, Gunnþórunn og Ólafur í kynnisferð þangað austur, og vil jeg því nota ferðina og senda línu ef ske kynni að Thyra komi við á Vopnaf. einsog menn mikið 00000 vonast eptir._ Þá er nú ein vika síðan jeg kom hjer; við vorum á Vopnaf. frá því á miðvikudag og þar til á laugardag; dag= eptir var ekki messað og byrjaði jeg þá strags á að taka upp dótið mitt, sem flutt var á hestum sama dag og við komum (nema kommóðan

sem enn er ókomin því við ætluðum heldur að fá hana með skipi þó seinna yrði) Síðan jeg kom hjer hefur mjer í alla staði liðið upp á það bezta; hjer er gott og rólegt heimili og allir mjer sjerlega góðir, þó jeg enkanlega tilnefni manninn. Húsakynnin eru mikil og lagleg, gamall bær (mikið betri enn heima á Hólmum) og svo nýtt timburhús sem eru tvær málaðar stofur á stærð við stofunnar heima, og upp yfir þeim eru 2 herbergi og er annað þeirra málað og höfum við það fyrir svefnherbergi betri gesta, þar eru 2 klæðaskapar og 2 rúm. Í gamla bæn- um er blámáluð stofa á stærð við gömlu stofuna heima, það er svefnhús okkar Jóns míns, líka er niðri í sömu húsaröð pilta herbergi og kokkhús= ið sem kallað er, til aðgreiningar frá eldra eldhús- inu, þar er stór eldamaskína en af því hjer er held ur eldiviðarskortur þá er eldað á hlóðum í gamla eldhúsinu; við gamla eldhúsið er sá kostur að

ekki er nema stutt göng til að ná í rennand vatn, því er veitt í gegnum vegg í vatns00kk líka þykir mjer gott að innangengt er úr eld= húsinu í fjósið, samt eru á því útidyr svo ekki þurfa kýrnar að fara í gegnum eldhúsið. Í fjósinu eru þrjár mjólkandi kýr, ein nýborin ekki komst hún í nema 11. merkur, ein kýr er í lána, svo er kvígu og naut kálfur síðan í haust og nýborni kálfurinn sem lifa á til hausts Það er nú annars ekki heppil. að ferð af mjer fyrst jeg fór að lýsa heimili okkar að byrja ekki á að segja ykkur frá heimilisfólkinu, en satt að segja var jeg svo sifjuð áðan þó jeg byrjaði að þankinn var í sljófara lagi; hjer var nefnil. messað í dag og var fjöldi af fólki við kirkju; og höfum við haft talsvert stapp við það, og svo tóku við vanal. matarstörf og hef jeg ekki sett mig niður fyr í dag, og því kom nú svefn- inn alveg óvelkominn fyrst brjefin mín voru

óskrifuð. Af fólki er fyrst og fremst hjá okkur M. og Gunnþ. með tvær litlar stúlkur Valgerði og Oktavíu, Þeir vinnumenn og smali (og vænt= anl dýri 200 kr vinnumaður, 4 vinnukonur að allir og ein að hálfu, og svo stúlka á 9. ári fóst urdóttir J. míns. Eins og jeg minntist á geðjast mjer mikið vel að fólkinu, en sjerstakl. vil jeg þá til nefna eina af stúlkunum, er mjer finnst vera sjaldfundin önnur eins; hún er nokkurs konar erfða fje frá Hofi, mjög lík í sjón Ingigerð sál. á Stokkshlöðum því hún er kripplingur, en hún hefur heilbrygð og dyggðuga sál; hún er alltaf mín önn= ur hönd við skömmtulagið, og þekki jeg enga er jeg kysi jafn framarl. hvað þá frem ur, því hún er sí vinnandi maskína mynn ug og reglusöm, og svo kát og hughreystandi, okkur semur ágætl. og veit jeg að hún vill nú hvergi vera nema hjá mjer, og gleður það mig stórum, því margir góðir staðir standa henni

opnir, en þetta er eins og annað Guðs tillag er jeg fæ ekki full þakkað. Jeg hefi góða von um að geta haft allar þessar stúlkur kyrrar sem nú eru hjer, þrjár af þeim eru nú vistaðar hjá okkur en ein (Jónína dóttur dóttir gamla Jóns Erlend_ sonar sem hjá ykkur er) hefur engu lofað enn samt vona jeg heldur að geta haft hana; Hún er mikið fremri í öllu en Tóta var._ Nú þessa daga hafa verið verkamenn hjá okkur að hjálpa til við saltfisks þurk, sem talsvert er til af; líka er verið að standsetja kartöflugarð, og verður sett niður í hann strags eptir helgina. Næpna og rófna garður er rjett fyrir utan gluggann okkar, og var það eitt með fyrstu störfum mínum hjer að hjálpa til að sá í hann; hann er stór og er í hentugum stað beint á móti suðri (segir fólk sem vit hefur á) en mjer finnst mjer finnst hann liggja á móti norðri, en það er af því að jeg er ekki sterk í áttunum. Heldur þykir mjer fallegt hjer samt er talsvert þýft túnið og hjer í

kring, er blessaður sjórin prýðir svo mikið, hann er lítið lengra frá en hann var heima. Alltaf hafa ver ið ísjakar á stangli hjer á firðinum, ein sagt er þó að ei sje ís að sjá fyrir utan. Í þetta sinn geta ekki línurnar orðið fleiri elsku foreldrar mínir, góður Guð gefi að þær sæki að öllum glöðum og frískum heima Af hjarta þrái jeg nú línu að heiman, því þið gizkið nú á að hugurinn er ekki að öllu hjer, heldur á hann enn heima líka á Hólmum._ Jeg á að skila hjartanlegri kveðju frá Jóni mínum til ykkar, og sjálf bið jeg kærl. að heilsa öllu vinnufólkinu. Í anda kyssi jeg ykkur nú marga kossa hjartkæru foreldrar, og bið ætíð góðan Guð að gleðja ykkur og styrkja, jú þess biður ykkar af hjarta innilega elskandi dóttir

Ragnheiður

Elsku pabbi! Jeg gleymdi að fá þjer nótuna semsem kom að norðan, og legg jeg hana hjer innaní hjá. Fyrirgefðu þinni Rönku

Myndir:1234