Nafn skrár:RagDan-1891-06-30
Dagsetning:A-1891-06-30
Ritunarstaður (bær):Skeggjastöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl. ?
Athugasemd:Ragnheiður var dóttir Daníels og Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3523 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson og Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Ragnheiður Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1863-04-07
Dánardagur:1898-03-27
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

4/7 91. s. 4/7 91.

Skeggjastöðum 30. júní 1891

Elsku pabbi og mamma mín!

Jeg get ekki látið svo beina ferð falla sem nú gefst, nema senda ykkur aðeins fáar línur, svo þið vitið hvern ig okkur líður, en það er Guði sje lof vel; heilsan er góð og sömuleiðis allt annað bærilegt. Jeg er fyrir stuttu búin að skrifa ykkur, og ætlaðist jeg til að Thyra færði ykkur þau brjef, en svo hef jeg heyrt að Thyra hafi ekki komið á Vopna fjörð, og eru því þau brjef ekki enn komin til skila, en jeg vona að þau geti fylgt með þessum línum; hjer gistu nefnil. hjón nú í nótt sem ætla beina leið til Eskifjarðar, og ætla þau að láta

af mjer þessar línur, og einnig þau brjef er á Vopnaf. liggja. Síðan jeg skrifaði seinast erum við búin að fá vinnuman inn að sunnan, og annan (sunnan mann) með honum; þeir hafa verið við sjó síð_ an þeir komu, því all góður afli hefur verið. Í gær og nótt var þriðji maðurinn látinn vera á bátnum með, og komu þeir í morgun með á fjórða hundrað af vænum fiski. Um búskapinn gæti jeg skrifað fleira ef tími væri til, en jeg ætla að geyma það þar til næst. Jeg rissa nefnil. þessar línur klukkan langt gengin 2 (eptir miðdag) og býst við að þurfa tímanl. á fætur í fyrramálið Fyrirgefið elsku foreldrar, og sendið mjer línu þá unnt er. Heilsið þið hjartanl. frá mjer systrum mín- um og mági og líka vinnufólkinu

Jón minn bað mig fyrir kæra kveðju frá sjer til ykkar ástvina minna Guð gefi ykkur öllum góðar nætur og varðveiti ykkur í bráð og lengd þess biður af hjarta ykkar elskandi dóttir

Ranka

1. júli Konan er brjefið flytur er systir Björns í Dölum í Faskrúðsfirði; jeg var að sýna henni hjer húsin svo hún gæti sagt ykkur hvernig hjer væri Verið ætíð guði falin elsku foreldrar af ykkar elskandi dóttir

Rönku

Jeg hlakka til þá hjónin koma aptur þau hafa lofað að flytja mjer línur úr foreldra húsunum

Myndir:12