Nafn skrár:AsgFri-1892-12-08
Dagsetning:A-1892-12-08
Ritunarstaður (bær):Álftanes
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Ásgeir er bróðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Álptanesi 8 des: 1892.

Elsku bróðir!

Jón Oddson, biður mig að hripa þér þessar línur, Fyrst til að láta þig vita að Faðir hans andaðist í gærmorgun kl 5 f.m. Og nú biðja þau þig mæðginin að gera svo

vel og halda húskveðju; (Hann ODdur sál:) hafði stungið uppá því að þú heldir bara húskveðju. En þau fela þér það í vald (mæðginin) hvert þú viljir hafa fleyri ræður.-

Þau óska heldst eptir að þínir hentugleíkar leífðu að jarðarförin gæti framm farið nú Annan föstudag

En ef það gæti ekki orðið þennan dag biðja þau þig að gera svo vel og taka til dægin annan dag Og

rend="overstrike">þá biðja þau konu þín að gjöra svo vel og vera með þér ef verður og heílsa leífi. Eirnin biðja þau að þú hripir nokkrar línur til Andrésar á

Völlum og konu ag biðjir þau hjón var vera viðstödd við þettað tækifæri

Nú með manninum aptur óska þau eptir línu frá þér, um hver dagurin getur orðið.

Vertu blessaður alla daga mælir þinn elskandi bróðir

Ásgeír

Myndir:12