Nafn skrár:RagOla-1882-05-10
Dagsetning:A-1882-05-10
Ritunarstaður (bær):Lundum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafnsins
Safnmark:ÍB 100, fol. A
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðingur
Titill viðtakanda:bréfasafnari
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Ragnhildur Ólafsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1837-08-03
Dánardagur:1908-01-03
Fæðingarstaður (bær):Bakkakoti, Langholti
Fæðingarstaður (sveitarf.):Andakílshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Borg.
Upprunaslóðir (bær):Grjóti
Upprunaslóðir (sveitarf.):Þverárhlíðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Mýr.
Texti bréfs

Lumdum 10 Mai 1882

Heiðraði jón Borgfiörð

ieg þakka þier nu hier með firir til skrifið og bókaskoðunina í Lambastöðum þess ætla eg að biðia þig að senda mier aldrei nokkurt blað af þessu bann settu rusli enn það tek eg til þakka ef þú vildir reina að selia salma sabn Siera Þorvaldar heitins með ein hverjium ráðum og einhveriu verði enn þerrar riettritunar reglur ieg veit sannar lega ekki hvert það ætti að kosta svo miklu uppa það sem að skrifa honum eitt orð um það eða ekki eða biða þess hvert hann giörir firri Magnus kröfu inni sterbúið og þá gietu maður giört þessa grein firir nebnilega sagt hvar matiriurnar eru

ieg giet ekki verið að hafa svo mikið við þettað að tala um það við Sislu mannin ieg sie það ekki til neins enn komi bóka kistan nokkurn tima til tals þá seigi ieg eins og er með þettað þú vilt fá hia mier af skrift af Haskveðin olafs heitins það hef eg ekki til þvi ræðan er eigin handrit höfundarins Siera Einars heitins i Stafholti Ræðurnar voru allar alveg ó skiemdar þegar ieg sendi þær frá mier enn þær eru nokkuð vandlesnar skriftin er svo leiðis þó hún sie góð þessvegna valdi eg þig til að lesa þær firir þvi eg þegti einu sinni að þu varst læs ieg giet þá ekki verið að orðleingia þettað meir bið þig firir giefa

með bestu óskum

Ragnhildur Olafsdóttir

Myndir:12