Nafn skrár:SigBer-1896-05-18
Dagsetning:A-1896-05-18
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 5020 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Sigfús Jónasson Bergmann
Titill bréfritara:bóndi,bókbindari
Kyn:karl
Fæðingardagur:1836-06-02
Dánardagur:1904-03-30
Fæðingarstaður (bær):Garðsvík
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svalbarðsstrandarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Gardar North Dakota 18. Mai 1896

Háttvirti herra S. Thoroddsen

Kærar þakkir fyrir brjef yðar og bóka sendingu. Hvortveggja meðtekið. Og sjerstakar þakkir fyrir tiltrú þá er þjer sýnið mjer, sem jeg vil reina að brjóta ekki af mjer. - Ekki gjet jeg samt búist við að sanda yður andvirdi bókanna fyr enn undir árslok, og hvað mikið þá verður selt er undir árferdi komið, svo miklu munar. Nú sem stendur er útlitið talsvert ískyggilegt því vegna óvanalegra vorrigninga er öll sáníng lángt á eptir tíma, og líklegt að margir sái þessvegna mikið minna af hveiti en vanalega. Að öðru leiti líður mönnum vel, sem er afleiðing af góðærinu í fyrra en þeir sem hafa penínga halda í þá nú venjufremur. Skipti nú strax vel um með tíðarfar getur mikið lagast enn, enn valla svo að vel geti kallast.

Jeg hefi einn nýjann kaupanda að Þjóðv. Únga fyrir þ.á. ef þjer getið sent hann fljótt og viljið vinna til að senda Sögusafnið með sem premíu, því það setur hann upp að fá það.

Þjer hafið líklega gleimt að senda mjer blöðin sem vantaði í Þjóðviljann í fyrra sumar. Og sem jeg víst skrifaði yður væri heimtuð að mjer. Það var frá No 24-30. Gjörið svo vel ef hægt er að senda mjer þau hið fyrsta

Yðar með einlægri vinsemd og virðingu

S. Bergmann

Myndir:12