Nafn skrár:SigGum-1872-09-30
Dagsetning:A-1872-09-30
Ritunarstaður (bær):Selalæk
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 2415 a 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Guðmundsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1818-04-13
Dánardagur:1900-07-28
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Rangárvallahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Rang.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

skr. sm 11 og sv sk. 26 og 31 / 12 72

Selalæk 30da Septenber 1872

Háttvirdti herr Stúdent

Jeg þakka idur nu inilega firir idar góda brief af 7 Júli og því medfilgandi Kvttur til litlu Siggu minar og legg ieg hier med vídurkien íngu ad ieg hafi tekid á móti þeim ieg ætla nu ad bidia idur ad firirgefa mier hvad leingi þettad hefur dreigist og lisir þad hier i mörgu ad ieg er framtagslítill ræfill og þettad a nú ad vera adal athvarfid henar Sigrídar litlu þegar hun er búin ad missa sina grádu og umhiggiusömu ömu sem vid fögnum so mikid en þettad góda barn er so tr´gt ad þad vill med aungu móti skilia vid migenda hefur eingin af henar ættingum hreift því máli en þá enda er þad sama a mína sídu ad mier findist þad eitt med því sárasta af því sem ieg hef reint ad lata hana frá mier nauduga en samviskan nagar mig a hin bógin ad ieg máskie firirmuni heni betra

uppeldis eda mentunarenkun getur notid hiá mier iafnvel þo ieg hafi vilia til þess og ekki sist nú þegar hun hefur mist sitt eina athvarf af mönunum Isleifur sonur min hefur lofad ad taka hana af mier i vetur til ad kiena heni eitthvad þarflegt og ieg hef þa von til Guds ad han geti haft gott af ad vera undir hans leídsögn þvi hun elskar han eins og bródur þvi hun er so Trigg og rádvönd Jeg er nu nærri þvi farin ad skam ast mín firir hvad mikid ieg er búin ad masa vid man sem ieg hef aldrei sied en ieg þekki idur samt so mikid og veit hvad mikid ad Sigga mín a ad þakka idur hun bidur mig ad bera idur kiæra kvediu sina firirgiefid mier þettad ómindar blad sem ieg enda med kiærri kvediu og bestu óskum

idar elskandi vinkona

Sigridur Gudmundsdottir

Capne

hermeð viðurkenni eg undirskrifað, æð eg hefi tekið a móti frá hr Student Pali Palssyni i Reykjavik, (Kostum) tilheyrandi fósturdóttur minni Sigridi Peturs_ _dottur Sivertsen, hvorjar eg med ánægiu lofa að geyma, þartil hun hefur aldur til ad bera þær og taka þær syálf í sína vardveitslu.

Selalæk, 30 Sept. man. 1872.

Sigridur Gudmundsdóttir

NB. Originvollin sendum Sr. H. E Johnsson. 31/12 72 og afskript 0000 S_sk a Brblt. 26 s.m.

Myndir:123