Nafn skrár:SigHal-1858-03-15
Dagsetning:A-1858-03-15
Ritunarstaður (bær):Syðra-Vallholti
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Skag.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigríður Hallsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1812-00-00
Dánardagur:1887-00-00
Fæðingarstaður (bær):Hvammi
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hólahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Skag.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Siðravallholti Dag 15 Marts 1858

Heiðraði Góðkunningi

Astsamlega þakka eg yður firir alt unðann farið gott ásamt til skrifið i Haust aungvar fréttir gét jeg skrífað yður vegna þess jeg hefi ékki tjð þartil sökum annríkis það er efnið Bréfs þessa að biðja yður svo vel giöra og komast eptir hia Maðdame Vilhelmínu LevarsDóttir hvurt konann Guðrún TommasDóttir sem næstliðið ár var í Lögmans hlið hafi pantað hía henni 6 punð af Jólabrauði firir Kristjnu sistir sína sem híá mér er vinnukona ennhafi það Brugðist þá bið eg yður svo vel gjöra g útvega mér þetta há Maðdömunni af því sem ferðinn fellur frá mínu heimili þætki mér best að þér senðuð það ef mögulegt væri enn so stenður á að jeg senði ékki betalinginn i þettað sinn enn hann skal koma með Póstinum Jafnframt bið jeg yður að útvega mér mátu legann kassa utanum þettað þar á Eírinni enn betaling

fírír hann senði eg með bréfi þessu Líka bið eg yður að forsigla þetta og skrifa mér ljnu um hvað Mikið þér senðið með bréfberanum Jóni Guðmunðssyni verið þér svo af mér kjærast kvaðdir með óskum alls góðs það seiir yðar elskanði vinkona meðann lifi heiti

Sigríður Halls Dóttir

PS

jeg sá mig um hönð og senði betalingin firir Jólabrauðið 1000 sælir

Myndir:12