Nafn skrár:SigPal-1860-06-30
Dagsetning:A-1860-06-30
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 8 Juli

Breidb:st: 30 júni 1860

Ástkiæri br. min!

Miög er um tregt túngu ad hræ0a þó verd eg ad seigja þér hvar nú er komid sögu mini þegar eg var búin ad vera hér 4 eda 5 daga frétti eg lát Sigr. dóttir minar, sem atvikadist svo hörmulega ad hún greiddist ekki eptir barnsburd yfir sétu= kona verri enn ónít enn lækn= irr of seint vitjad nádi hann samt filguni enn um seinan þvi bólga og verkir tóku af heni lífid kl 4 móttina milli þess 20 og 21 þ.m. 3 ómálga börn lét hún eptir sig og eg ekki fær um ad standa straum af neinu þeirra, þessi

slæmi lasleiki mans mins fer heldur i vögst innra og ytra ástandi minu atla eg ekki ad lisa firir þér, enn vildi seigia óska ad þér lídi betur enn

þini ætid elsk systir

S. Pálsdóttir

Eg hef bedid B. á Laugardælum ad flytja til húsbónda þíns þad firsta han geti smérkvartil sem eg bid þig skila til hans ásamt kiærri kvedju mini ad borga ekki firr enn eg fly til hans med eitthvurt kvabbid innlögdu bréfi til systur minar og þvi filgjandi smiérkrukku bid eg þig leidbeina sem best þú getur hún sendist med bréfi þessu med vinumani hédan

þ syst. SP.

Myndir:12