Nafn skrár:SigPal-1861-02-26
Dagsetning:A-1861-02-26
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 8 0 16 Mars

Br.b.st. 26 Febr 1861

Ástkiæri gódi bródir minn !

Eg tek mér svona lítid blad til ad rita þér á þvi eg get ekki skrifad hvurt sem er, þvi opt er þad eitt= hvad sem amar ad,, mér, eg sofnadi aungvan dúr i nott og hef þar til miög lítid sofid nokkvar nætur firirfarandi, þvi opt þegar eg er friskust ad ödru sækir mig þeim þett= ad mér miög óþægilega svefnleisi Med Benidict rádsmani hérna sem er nafni og brædrúngur Bend ykkar Asse sars enn lángtum grei= ndari, sendi eg sedil þenan og vad= málspiötlu sem eg bid þig fá hús módur þini med forláts bón á hvad hún er grávendott og illa útlítandi þvi ullin min var svo slæm ad ómögulegt var ad vina fól00teg úr heni, enn eg vona ad búa betur med ull ad ári þvi nú á eg 6 saudi 12 ær 10 lömb, svo þu sér ad ekki er

búskapar higgjan alveg lidin und= ir lok, firir rúmum mánudi skrif= adi eg þér sedil og átti honum ad filgja peisan til þín, ég vildi óska ad þad hefdi ekki ordid firir Gudm: sæla kýkir, láttu mig vita næst hvurt eg má ekki ætla húsbændum þínum smier fieríng i sumar ekkert ber hér til tídinda, vedur= blídan einstök og siest valla snió föl enn biargarleisid mana á milli sagt er úr austur Landeyum ad á einum 2 bæum sé ekki farid ad jéta hrossakét, okkur öllu kuníngja fólki þínu lídur vel heilsufar Mansins m er lítid ed ekkert skárra, eg ætla nú ad verda frisk þegar eg skrifa þér næst og ramsa þá vid þig hana laungu vitleisu, vertu á med_ an sæll og blessadur mér leidist eptir línu frá þér, vertu ásamt húsbændum þínum hiartanleg= ast kvaddur af okkur öllum

þín ætid elsk. systir

S. Pálsdóttir

Myndir:12