Nafn skrár:SigPal-1862-05-27
Dagsetning:A-1862-05-27
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 16 Juni.

Breidabólst. 24 Mai 1862

hiartkiæri gódi br. minn!

Eg ætla ad reina ad ná i póstin, enn bída ekki eptir ferdum hédan, til ad þakka þitt góda og kiærkomna tilskrif med Ben0a okkar kramlistan sendi eg þér ekki enn þá þvi eg hef verid med ymsu móti ad hugsa fyrir mér med þess háttar útvegur til þess ad létta þeim á þér þvi eg veit þér eru þær svo leidar, þu mátt ekki taka þetta svo ad eg atli ad hætta ad bidja þig þvi eg verd altaf ad leita ykkar med þad sem eg trúi ödrum sídur fyrir, eins og núna med úrid mitt sem er hætt ad gánga enn veit þó ekki til ad sé slitid i eda bilad, þad lángar mig til ad senda þér med fyrstu ferdum enn af þvi eg er hrædd um ad þad kanské ekki verdi trigt eins og óvöndudum vasa úrum er giant til held eg mér væri rádlegast ad bidja þig ad hugsa til mín med ofurlitla stundaklukku eg hef séd þær á 3 bæum svo litlar ad skífan

líkist meir vasa úri enn stofu úri og kosta frá 3ur til 4 dala eg get ekki líst þeim med ödru enn þessu þvi eg veit ekkert hvad þaug eru köllud, enn eg held þaug gangi ekki illa eg nefni svona lítil af þvi eg hef hér ekki plass firir stærri, med helda kvartilinu meinti eg ekki anad enn smer kvartil eins og milli okkar hafa farid, þú manst siálfur eptir smierviktini og læksta smer verdinu sem eg vil þú brúkir þegar þú gérir upp reiknínga okkar húsb: þins þvi eg veit mikid vel ad svo hafa verid reikníngar okkar til þessa ad eg á ekki hiá honum firir þetta kvartil og ekki þó þaug heftu verid tvö, talsvert er farid ad gánga hér um pláss af kvefinu og hóstanum enn aungvir ligga samt enn þá, okkur öllum lídur bærilega eg er ny komin heim úr orlofs ferd frá R. dóttir m. eg var hía heni 5 nætur þar leid med alt slag vel vid kvedjum þig og húsbændur þína ástsamlegast

þín ætíd elsk systir

S. Palsdottir

N0 65 S T herra Stúdjósus P: Pálsson á Reykjavík borg 4v

Myndir:12