Nafn skrár:SigPal-1862-07-20
Dagsetning:A-1862-07-20
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 6 sept

Br.b.st. 20 Júli 1862

Ástkiæri gódi br. minn!

þó ekki sé nú vid fréttirnar ad bæta þar sem Sg. br okkar færir þér þær bædi af mér og ödrum þá má þó ekki minna enn eg med honum þakki þér hiartanlegast tilskrifid og alt umstang þitt med Bensa sem alt kom med bestu skilum og líka bidja þig skila hiartkiæ= rri kvedju mini og besta þakk= læti til húsbænda þinna firir þeirra höfdings gjafir sem eru svo vel og notalega valdar eins og útlátunum sambídur sem húsmódir þín á víst mestan hlut ad hún reinir víst opt ad sælla er ad gefa enn þiggja

ieg þóktist vakna vid gódan draum i firri nótt þegar eg var vakin med þvi ad Sg beidd= ist giftíngar, eg var ordin hreint vonlaus um hann þessa leidina, og vænst þókti mér um ad hann lítur ekki út fyrir annad enn ad vera óskénd= ur af öllum illum eda eidilegg= andi lifnadi og held eg hann sé í þeim pósti skárri mörgum sveitúngum sínum, annars held eg ad hann hafi ferdan= lega komist af ad krabla ofan af fyrir sér og 3 börnum sínum á þessum hrakníngi, eg vona ad hann giæti nú heldur átt hægri ródur ef laglega væri áhaldid þvi þad er þo lítill skúti sem ekki er betri enn úti, hann fór i dag eptir messi ad heilsa uppa s00 Sv.b. okkar,

madurin m. er mikid ánægdur med úrin enn mér líst á hvurugt betur enn mitt litla sem er i ad gerd og hann vill selja, þad má heita sorg= ar hús hiá okkur bædi börnin lögd= ust i einu hættulega, nöfnu mini batnadi eptir nokkra daga enn dreingurin i aungvum aptur bata þú getur nærri hvada siónarsviptir er i svo frábrugdnu og efnilegu barni enn eg geing svo kunuglega ad þessu öllu rétt eins og askinum mín= um, nú hætti eg i þetta sinn 000 Sg bæta úr þó stutt sé, vid kve0000 þig öll ástsamlegast og óskum þér allrar vellídunar og ad verda ein= hvurntíma svo skridknar ad geta komist til okkar

þín ætid elsk systir

S. Pálsdóttir

smérkvartilid stendur til búid og bídur birjar, eg bad Sg ad kaupa firir mig smá veigis og ef han féngi þad bid eg þig ad gera svo vel og leggja út min vegna 2 eda 3 dala virdi

S. T. herra stúdent Páli Pálssini Reikjavík

Myndir:12