Nafn skrár:SigPal-1862-09-22
Dagsetning:A-1862-09-22
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 3 oct. sendir 10 al baun 00. 0 mor00skór skr. 15 oct Nov. send. bref 0 send sv. 000

Br.b.st. 22 Sept 1862

Ástkiæri gódi br. minn!

Nú er fyrst ad þakka þér sem best eg kann elskulegt tilskrif af 6 Sept og þvi fylgjandi sendíngar frá ykkur bádum brædrum mínum og var þad hvurtveggja ad hánk00 med bestu skilum eins og hitt ad mér líkadi þad hvad ödrum betur eg er þvi ekki heldur óvön frá þinni hendi br.m.g. mest dádist eg ad Regnhlífini ad hún skildi ekki verda dyrari svo falleg og mér sem þénanlegust svo ekki þarf eg ad þiggja þitt góda tilbod ad útvega adra, þad var þad eina sem mistókst med skóna þeir voru lángt of litlir þó helst á siddina yfir tærn= ar þvi mér er ilt i bádum litlután= um og þoli ekki ad neitt komi vid þær, vildi svo fá mér vída skóstáss lausa og heita, enn þad er kanské

ekki gott ad útrétta vid skósmidin ad fá þá nærri þvi vanskapada af síddini yfir Tærnar, eg ætla ad géra mér vini ad þessum sínu skóm._ vel þikir mér skamtast hiá þér fyrst þú seigir eg eigi hiá þér 10 dali og hieldi eg helst ef þad væri ekki ósamkvæmt reglusemi þinni ad þú reiknadir alt sem eg sendi enn ekki hitt sem þú sendir mér, blessad= ur sendu mér ekki peníngana, enn hier vil eg heldur bidja þig ad þreit= ast ekki á kvabbi mínu, sem kostar sér svona óvænt ad, eins og sótt og daudin ósköp þókti mér vænt um ad aumíngja Sg vard ekki tómur skadi i ad siá okkur eins og líka vid var ad búast þar sem þú áttir hlut ad, hann skrifar mér um þig ad Pall bródir sinn láti eins og han 0000 ekki lund miklu kann ekki og ekki sé000 fyrir peníngum hans til án, á þessu sé eg hvad honum hefur fundist til um rausn þína, líka tekur han til hvad húsbændur þínir voru sér gódur og ad amt m gaf honum Busuna sína þókti honum miög vænt um, heldur atla eg ad vona ad Sg lídi nú betur enn ádur

þvi ofurlítid hefur hann þó meira vid ad stidjast. okkur hérna bídur vel heilsan i betra lægi i sumar, og ánæg= ju auki núna sídan 20 Sept ad Ragnh mín vard léttari ad tvíburum var þad sonur og dóttir hann 15 merkur enn hún 13 fædíngin gekk bærilega enn nærri var hún daud úr blódlát= um og valla var hún fötum fylgjan= di i mánud ádur enn hún átti börnin sa gud vissi best hvad eg var ordin hrædd, enn gudi se lofad nú sínist hún úr allri hættu, nú er skiptum vedur og komin mesta blida i nokkra daga kanske gud gefi haustid héd= an af milt og gott, mesta járni er alstadar ad heira af heiskapar leisinu og kúafellirnum hér hef= ur verid þriðiúngi mina af Túni og helmíngi mina af 0ingum enn i firra, þá var nú líka besta gras ár enn ekkert mismunadi á áveitu stikkinu, Eg var svo heppin ad syslum: okkar fór svo seint ad= dráttarferdina sína, svo eg kom á lestina hans kvartilinu til hús= bónda þíns enn med vinumani hédan sendi eg þér sedil þenan

og honum fylgjandi ostkiéku misu osti 0s0s00stúkar svo hroda= legar sem eg gat haft þær og griplar sem eg hugsadi kanské þú gætir brúkad vid pennan þetta bid eg þig gódi br.m. ad for láta mér, og undir eins bjóda þér ad senda þér miúka lubba hálnisti ef þú vildir reina þá á milli sokka þetta lætur þú mig vita þad fyrsta innlagdan sedil til Sg atla eg ad bidja þig fyrir og benda mér á tækifæri til ad skrifa honum sedil med, gott þækti mér ad þú hugsadir til mín med léreptspiötlu svona til hvurn dagsbrúkunar ef hittist á þolan legt verd prángararnir seigja okkur þaug ófáanleg nema med afar verdi, vertu vel lánglokuna br.m.g. og vertu ásamt gódu húsbændum þínum best kvaddur og innilegri ósk um bærilega heilsu og vellídan i vetur og ætíd

þín sanelsk: systir

S. Pálsdóttir

börn R. minar heita Grímur og Kristín

Myndir:12