Nafn skrár:SigPal-1863-01-14
Dagsetning:A-1863-01-14
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 30 Apr 63

Br.b.st. 14 Jan 1863

ástkiæri gódi br. minn!

Eg þori ekki an= ad enn hafa tíman fyrir mér ad koma sedli til frændkonu okkar og bandspottanum sem hún bad mig um i haust, sem fylgir á= samt 10 dölum sem eg bid hana kaupa fyrir i medfylgandi bögli, líka eru i honum kvædin þín og bref S.g br. okkar og þakka eg fyrir lánid á þvi öllu saman svo eg verd ad bidja þig ad rifa upp böggulin og þá bid eg þig fyrir skildíngana ad slá utanum þá med sedlinum til hennar ef þér þikir þeim svoleidis borgnara enn i bölinum og bidja þig gódi br.m. ad koma þessu til skila sem fyrst og best þú getur, lika þakka eg þér ástsamlega tilskrifid af 16 Decbr. enn bréfber= arin skiladi ekki böglinum svo eg skrifadi strags ser G. á Felli ad gángast eptir honum þvi pilturin kvur er a sóknarmadur hans og ekki betur en velþokkadur samt vona eg eptir ad fá böggulin ef strákurin er ekki búin ad jeta han, slæmt þikir mér ef bréfid til þín sem eg sendi á bakkan kémur ekki til skili mest vegna þess ad innan i þínu var bréf til frú Ingil: fult af komplimentum og þakklæti fyr= ir tilsent sjal blessadur láttu mig sem fyrst vita hvurt eg þarf ad fitja þad upp aptur

eg er búin ad þakka þér sem best eg get fyrir skóna sem eg brúka á hvurjum degi, innlagdar vísur sem eg hef pínt med heitri bæn út úr ser Gisla bid eg þig med kvedju minni fá P. Melsted han fer med þær eptir vel þóknun mér sínast þær eins vel skarta i islendíngi þeirra eins og nudu rædan hans St. Th. sem gérir kröptugt foragt okkar sveitafólks= ins ekki einúngis á höfundinum heldur þeim sem taka þvi líkt í blöd, aungvar man eg fréttirnar nema útsíníngin hugleisid og fiárpestina og var Jón á Múla búin ad missa um 70 þegar seinast fréttist, okkur lídur öllum bærilega bædi med heilsufar og anad, eg hef líkast til i fortapada bréfinu getid um þaug 44 lb smier sem þú varst ad krefja mig um vigtina á i haust, og i þeirri von ad eg meigi senda húsbonda þínum kvartilid eins og vant er i sumar kemur, atla eg ad nota mér hans góda tilbod ad bidja sig, og atla eg ad bidja þig skila til hans ásamt kiærri kvedju mini ad útvega mér kom módu heldur litla enn stóran er er rétt sama úr hvada Trie nema ad hún sé ekki innlögd heldur úr heilu trie og send til Vestmanaeya þvi þadan er hægastur flutníngur, mér þikir vissast ad leggja þetta undir i tíma helst vildi eg hana ekki dírari enn 10 eda 11 dali sedli til Sg.br. okkar bid eg þig leid beina vid tæki færi vertu ætíd sæll og blessadur br m.

gud gefi þér heilsuna bærilega vid kvedjum þig öll ástamlegast þín ætíd elsk. systir S. Pálsdóttir

Myndir:12