Nafn skrár:SigPal-1863-04-11
Dagsetning:A-1863-04-11
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 30 Apr 63

Breidab.st. 11 April 1863

hiartkiæri gódi br minn!

ástsamlega þakka eg þér bréfid sem pósturin færdi mér siálfur þá er fyrst ad byrja á þeim gledi fréttum ad 0o_ plyegarns böggullin m. er komin til skila med heilu og höldnu þú hafdir géngid svo rambiggilega frá honum ad eg ætladi ekki ad geta komist i han, han hafdi hvilt sig út i þikkabæ i allan vetur enn kuníngi min sem fyrir skömu fór á bakkan spurdi han uppi._ slæmt þikir mér ef bréfid og böggullin sem eg sendi á bakkan er ekki komid til skila, madurin sem eg bad um ad koma honum til þín ádurn póstskip færi hef eg marg= reint ad trúmensku, og vona eg han bregdist mér ekki i þessu, meiníng mín var med commóduna hefdi anar hvur ukkar húsbónda þíns bestilt hana myndi hún hafa féngist gömul og gamaldags* *þvi hún getur verid sterk og i fúin firir þvi ekki dyrari enn 10 til 12 dali þó hún hafdi verid upphaflega svo vönd ud ad i skúffu kössunum væri eik, eg geingst fyrir þess hattar skúffum vegna þess ad þó þær séu i slagn= íngs húsum bólgna þær aldrei, þar sem nyar grenividarskúffur bólgna svo ad þær verda valla drégnar út, enn þar sem eg i bréfi mínu óskadi eptir heni til Vestmeya gérdi eg vegna flutníngsins þvi eg sé valla mögulegt ad flitja hana landveg úr Reikv. enn satt ad seigja vil eg helst þá alveg rádin hvurn= in hún er, ad ödru leiti enn þvi, ad hún væri ekki mikid dyrari, og flutníngurin ekki ómögulegur sem þú athug= ar eins og anad betur en eg

Eg var nú farin ad gledjast yfir ad siá firir endan á þessum blessudum vetri þvi þó gud hafi verndad mig og mína frá alslags bágindum þá hefur verid óskémtilegt ad heira almeníngs biargarleisi utanbæar og innan ser Skúli er farin ad hiálpa um bædi Tödu og úthug, og taka vid hugkollum sínum heim, enn ekki getur han nú samt bætt úr margra þörf._ vid höfum úr okkar vesældar búskap hiálp ad fátækum um 2 Tunur af rúgi, _ hefur þú ekki trú á þvi br.= m.g. ad þar mundi heilsubót ad fara i gufubadid sem er á grafarbakka i ytri hrepp, eg veit aungvan hafa reint þad sem ekki hefur ordid þad ad gódu, mig lángar svo til ef sumarid yrdi blitt og gott ad þú reindir ad komast þángad, og vera þar svo sem viku tíma, eg held þú hefdir bestan veg upp i Þingv. sveit og yfir grímsnesid, eg skildi koma ad grafarb: til þín þó þér væri þad samt gagnslaust, ad ödru leiti enn þvi ad eg á vænt og stort Tiald sem þér væri þægilegt ad hafa vid badhúsdirnar eg gæti líka skolad skirtuna þína og haft hentugt handa þér ad borda og drekka vid giætum mælt okkur mót og skildir þú ekki leingi bída enn ef eg hefdi sömu heilsu sem i vetur og núna léngi fyrirfarandi, hugsadu nú eptir þessu og gérdu úr þvi eitthvad skinsamlegt, þvi þér er lángtum sinna um þad enn mér, enn alt er vinnandi ad mér first firir vonina um heilsubata þinn Gunna mín hefur hug á ad bregda sér sudur i vor med Sk. læknir og segir þér greinilega frá hvad farsælt okkur hefur reinst badid, líka heldur Sk. læknir þér þad holt

opt hefur mér dottid i hug ad spurja þig hvur væri yfir formindari barnaaumingana henar Sigr Sal. dóttur minar þvi eg hugsa þaug eigi han einhvurn eins og önur ómindug börn, og væri han fyrir sunnan ad yrkja athigli hans á ad þad mundi vera vissara ad setja þeim áreidanlegri fiarhalds mann enn fadir þeirra hefur sínt sig árid ad farna, og meina eg helst til þess ser Sk hérna sem eg held ad han gæti ekki skorad sig undan þvi vegna tengda vid börnin, blessadur leitastu vid ad hiálpa mér til ad siá svo um ad þessum litlu fiármunum barnana verdi ekki eitt fyrir brenivín og fleira þvi um líkt, mig minir ad hvurs þeirra lod væri 500 dalir fadir þeirra tók bródur lód sem hefdi verid rétt hefdi han haft lán til eins og han hafdi vilja og hæfileg leika til ad vina fyrir þeim, enn fari han þessu fram mun han ekki léngi ad spila út fiármunum, heilsu, og lífinu med, sem betur færi. _ nú er pósturin komin og verd eg þvi ad hætta enda mun þér þikja nóg komid af svo gódu eg skáka altaf i þvi skióli br.m.g. ad þú sért gódfús lesari og þar til hafir vit fyrir mér._ med ástar kvedju til húsbænda þina og bestu óskum til þín og þeirra

er eg ætíd þin elskandi systir

S. Pálsdóttir

S.T. herra Stúdent Páli Pálssyni Reikjavík

Myndir:12