Nafn skrár:SigPal-1863-05-23
Dagsetning:A-1863-05-23
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 11 Juni

Breidab.st. 23 May 1863

ástkiæri gódi br. minn!

þó von sé nú á ad ferdir fari ad falla sudur er þad þó vissast sem i hendini er nefnl pósturin til ad senda med honum ástarþökk mína fyrir góda bréfid þitt sem fluttist med honum til mín, ad öllu líkar mér vel rádstöfun húsb þíns med kommóduna og er þad ekki i fyrsta sini ad hann er mér rádhollur, mér hefdi þókt nógur skadi ad verda fyrir þvi ad fá ónytt skrifli eins og þú getur til ad hefdi kunad ad verda, hefdi verid bedid um gamla jafnvel þó mér ekki hugkvæ= mdist ekki anad i fyrstuni og held eg þad hafi orsakast af þessu gamla ad hvad elskar sér líkt, þú getur þess rétt til br.m.g. ad eg lét spurja B. syslum um fiár hag barnana enn hann svaradi ekki ödru enn þvi ad shann væri ekki yfirfiárhaldsmadur þeirra og þar hiá ad ekkert væri i hættu med þad, þvi fadirin hefdi nóg jardagoss firir þvi, enn þetta mun valla satt vera ad P. eigi fasteign sem nemur fimtán hundrud dölum og ef illa er áhaldid má spila þvi út eins og ödru ekki er eg hrædd um ad fari ad vanskilum þad sem Torfi litli á þvi fóstri hans mun siá um þad, þú hefur nú þetta svona i huga fyrir mig enn madur sér hvurki fram vindur

víst held eg ad okkur væri hentugt ad vera saman, þvi þad sem þú ert of magur er eg of feit, svo eg hef trú á ad vid jöfnud= um hvurt annad upp og yrdum bædi matu= leg, mier liggur vid ad gialda Hialtalín litla þökk fyrir allar lækníngarnar sem han hefur brúkad vid þig og er þad kanské af þvi ad han var ekki heppin med ad lækna mig allur þin siúkdómur held eg komi af kaupstadar lífinu þú varst ordin of vanur sveita sumar vinuni til ad hætta heni svona alt i einu, enn til hvurs er nú öll þessi speki þegar aungvu verdur umbreitt og ekki einu sini þú viljer fá þér kaupavinu þó kostur kini ad vera á þvi, nú er g.s.l. komid gott sumar vedur i 5 daga og farid ad slá grænku á Tún mig hefur aldri meira glatt umskipti veturs og sum= ars þvi neidin var ordin mikil á mönum og sképnum og finst mér þad vera tilfinanlegt þó madur lídi ekki siálfur skort eg er ad draga ad kvabba vid þig um útvegur fyrir mig eins vant er, þvi eg er ekki ordin vonlaus enn ad G: dóttir m. fari sudur enda veit eg nú aungva ferd sem þú gætir sent med til mín ekki svo mikid sem kvartilid sem eg vildi þó fegin ad væri komid nema ef vera skildi med lest syslum okkar eda

prófasts þvi þeir géra bádir víst stóra lest nú kom pósturin og vill ekki einusini bída eptir kaffi enda er nóg komid af svo gódu, med ástarkvedju til húsbænda þina og þín siálfs frá mér og hiski mínu og bestu óskum

er eg ætíd þín elsk. sistir

S. Pálsdóttir

S T herra Stúdjósus P: Palsson á Reykjavik

Myndir:12