Nafn skrár:AsgFri-1891-01-25
Dagsetning:A-1891-01-25
Ritunarstaður (bær):Borgarnesi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 4941 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Borgarnesi, 25 jan; 1891:

Elskulegi frændi!

Nú er eg orðin svo feimin við þig að eg með skjálfandi hendi gríp mér penna í hönd og legg pappa á púlt til að klóra þér á. En eg treisti að þú takir viljann fyrir verkið og slettir út alla galla sem á þessum miða verða.

Já upphaf miðans átti að vera hjartnæmar heilla og hamingju óskir til ykkar bræðra, ó þrjótandi bæði

þessa heims og annars, og ynnilegar þakkir fyrir okkar gömlu og góðu samveru tíma sem þig mun rífa í.

Já ekki hjálpar að hafa eintóman „pistil„. Það þarf að vera „Guðsspjall„ og út af því vel að leggja.

Það er svo mart sem eg gæti sagt þér af sjálfum mér og öðrum ef eg væri seztur í stofuna til þín, að þú mundir valla geta gengið í tíma fyrsta dagin. En á pappírnum má það til að vera stittra.

Mér líður vel er hér fasta maður hjá Thór Jensen og frú Þorbjörgu Jensen konu hans sem nú ætla að sigla, og eg að

senda með þessar línur.

Eg hef haft hér góða smíða vinnu og bigt hér mörg hús. Safnað fé sem pokurin og keipt 3 kot eða jarðarskikla sem eru allir í samheingi hér í Mýrasýslu og er það als um 36 # að nýju - mati en daltið er eg skuldugur fyrir það, svo á eg daltið af fé það er ær og gemlingar.

Ógiptur og ótrúlofaður og veifa lausum halanum.

Samt ætla eg að fara að búa í vor á Ánabrekku þar sem Steinar var fyrir þennan Jensen í vor, og skal eg segja þér nákvæmar um það ef eg fæ línu frá þér. Eg var um jólin á Bessastöðum í firra

og var þar skemtilegt að vanda og þá rak eg saman smjörstokk handa Þorláki. -

Einar bróðir predikar sem prestur yfir sínum sauða hóp hér og hrífur það svo að gráturin í þeim eldgömlu köllum og kellingum er svo mikill, að tára flóðið verður ekki uppausið af minna en 10 röskum kallmönnum álíka og Grettir og af hinum nauð sköllóttu köllum fellur svita fallið svo, að minstu mun muna og þá Goðafoss fellur sem harðast ofan í sittaf sínum kletta skalla. Kona hann Jakopbína eignaðist dóttir í vor og heitir hún Ólöf, hún er efnileg og frísk.

Nú á að biggja Baðstofu á Borg í vor og ætli eg nú að fara þangað að

undir búa.

Hér um sveitir hefur verið indis verátta að heita hefur mátt hvað frost og snjóleisi snertir, því alt að þessu hefur mátt heita alauð jörð, og þíð því engin hafa frost verið, en aptur hafa verið rigningar og stormar miklir.

Innflúensi ver hér í sumar og deiddi suma, og svo Kíghósti í börnum, og hefur deitt töluvert af þeim.

Björn bróðir minn er hér hjá Einari og verður frammvegis.-

Auður frá Þvera hefur verið í rúmt ár hjá honum, að læra hjá þeim hjónum allar kvennlegar listir og er

hún orðin svo fín og vel að sér að hún væri fullfær að vera lögfræðings kona Hún þikir svo fögur að þeir segja að engin ungur piltur sem hana líti geti vatni haldið.

Hún er enda hrædd um að það muni ofmikið vatns rendsli frá þeim falla af því hér er mýrlent og Sveirn búfræðingur á Hvanneyri ekki nóu drifin að ræsa framm. Svo hún ætlar nú heim að Þverá aptur í vor. -

Nú held eg sé komið nó af bullinu og bið eg

þig að fyrir gefa mér það og eiði leggja miðan það fyrsta þá þú hefur ráðið í hvað á honum er.

Berðu kæra kveðju mína Þorláki bróðir þínum Gísla Ísleifs og Jóni Magnússyni frá Laufási Sjálfan þig kveð eg með þeim feikn af heilla og hamingju óskum að þitt bak eða brjóst beri ekki meira

Það mælir þinn einlægur frændi meðan heitir

Ásgeir Tr: Friðgeirsson

Myndir:1234