Nafn skrár:SigPal-1863-07-25
Dagsetning:A-1863-07-25
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 17 aug

Br.b.st. 25 Júli 63

hiartkiæri br min!

Eg þori ekki anad enn sæta hvurju fyrsta tækifæri ad koma til þín bréfsedlum til syskina okkar Sigg bréfi bid eg þig géra svo vel og koma á sra H: á Hofi eda i hans ferd, enn B. vona eg B. Peturson frændi okkar siái fyrir, eg þori ekki ad reida mig á ad han komi hér i austur leid fyrst han gérdi þad ekki í sudur leidini, 2 kiærkomin til= skrif þakka eg þér ástsamlega þad firra med Bensa og þvi filgandi svo ósköp stórar sendíngar af öllu tægi og heldur fágiæti hiá okkur i sveitini syltilögid lak á ladid og fína braudid geimi eg syslum. konuni sem vid vonum eptir h med hvurjum stórstra= um enn þó þad drægist heimsækir

mig hefdar kvenfolkid frá V.d. og Odda, af griónunum væri eg birg i mart ár ef sparlega væri áhaldid þvi eg átti mikid af þvi sem þaug sendu mier i firra skiladu nú frá mér ástar og þakklætis kvedju firir þetta alt saman til húbænda þina, bærilega stendur reikníng= ur min hiá þér stúkurnar filtu han líka meira enn eg atladist til, enn gerdu þad firir mig ad senda mér aldrei penínga þeir eru líka upp gángssamir hiá mér þá skialdan eg hef þá undir hendi, smerkvartilid sendi eg núna med seinustu bakka ferd og med þvi umslag til leidbeiníngar til þín og merkt pp þetta bad eg hreppstióra Magnús i Audsholti ad koma til þín med firstu vissri ferd eg átti ad honum svo mikin greida þvi han var fáum

nú er 3 Agúst

Biörg er enn hiá þeim og mun siá um sig, hrædd er eg um ad slörk= ulag verdi á búskap Péturs á Höfnini og heirt hef eg ad han hafi brúk= ad arf barna sina ad kaupa hana fyrir, han hættir líklega ekki firr enn han er búin ad eida honum ásamt sínu, s00 Jón i kálfh: á ad grafa á föstudægin kémur, syslum. okkar lætur mikid yfir þvi ad han atli ad fá þig austur til sín þegar han sé búin ad biggja, kanske han atlist til þú verdir sem ferda ko00uni, eg held han fari ekki ad sækja ikkur samt i öllu mistrinu og eldmódun i sem meint er ad sé núna á hvurjum degi, og valla er eg nú svo lítillát ad geta glatt mig vid þessa von ad fá ad siá þig, forláttu rispid br.m.g. sem sendist med Jóni Södl:= smid og vertu kiærlegast kvaddur af mér og mínum

þín ætíd elsk: systir

S. Pálsdóttir

Myndir:12