Nafn skrár:SigPal-1864-02-22
Dagsetning:A-1864-02-22
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 25 Marh 64

Br.b.st. 22 Febr. 1864

hiartkiæri gódi br. min!

Fyrst Bensi min liggur á stad má eg ekki sleppa af ferd hans án þess ad þakka kiær= skomna sedilkornid frá þér af 3 Jan ekkert ber hér til frétta eda frásagna nema hvad veturin og veduráttan er öllum óttaleg og þú get= ur nærri hvurt þad sneidir hiá mér, þar sem vid eigum sitt hiá hvurjum, med 9 hesta i fódri, eingin er samt daudur enn, þad eg veit og eg held ekki einu sinni horadur, Mikid sættir þad mig samt vid tídarfarid ef heilsa þín heldur vid med þad ad verda i skarra lægi vegna frost hægdar innar

okkur lídur öllum vel og erum nokkurn veigin frisk helst er nú sagt i fréttaskini ef einhvur skreidist i ófærdini milli bæana, hvad gamli Runólfur i Bakkakoti var vel á sér, og dóttur sini, bakhlut= an fyrir syslumanni, og kvu nú atla ad sækja til konúngs ad umbreita straffi sínu og honum til hægri verka ad dæma sig siálfur, anad hvurt til útláta, eda líta upp á vatn og braud enn þó líklega ekki léngi þvi þad er nóg miólk til i bakkakoti, hér er nú til kénslu hiá s00 Sk. Jón litlu sonur s00 Svb. hann er værn dreingur fjör og kiark= mikill, enn lítid skémtir

bókin honum enn þá innlögdum sedli bid ég þig leinbeina til frænd_ konu okkar ef þú heirir med póstsk: ad hún sé lif andi, ekkert frétti eg ad austan med arnfinni nema ad Þ. systir okkar atladi ad herma eptir mér ad hvila sig á búskapnum betur hefdi mér samt lit= ist á þad, hefdi hún hírst kirr á Hallf.st. edai þad minsta hún hefdi frá forn= u fari kunnad þar best ad húsmenskuni._ vertu kiæri br.m kiærlegast kvadd= ur af okkur öllu frændfólk. berdu húsbændum þínum ástarkvedju þinar

ætíd elsk systur

S. Pálsdóttir

Myndir:12