Nafn skrár:SigPal-1864-04-19
Dagsetning:A-1864-04-19
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 9 Mai 64

Breid.b.st. 19 April 1864

ástiæri gódi br. minn!

Eg mun hafa skrifad þér seinast med Bensa og þá vellídan mína, enn þá skipti snögglega um heilsu far mitt, eg vard miög þúngt hald= in af mínum gömlu veikindum og gerdi út fyrir bríngspölunum eins og firri med grófum graptrar útgángi, nú er han samt hættur og eg þvíngunar lítid á róli, enn ofur léttvæg til vinunar, Eg hef 2 kiærkomin tilskrif ad þakka þér þvi firra filgdi grafskript Lá0u0ar press og þókti mér hún miög náttúr= leg frá hans hendi þvi hún er rétt sínis horn af ástríki þvi sem kéllíngarsnudurin naut i lífinu af mani sínum og börnum ser Skúli segir hér skiljast helst ad s00 L: hafi drepid módur sína og skilad svo gudi henni, aldrei hef eg skamast mín eins

á æfi minni eins og þegar ljód mælin mín komu á Þ.d. og hefdu ekki Hvítsídíngar mínir átt i hlut skildi eg hafa þakkad þeim fyrir greidan._ skrítin var St: med á= kafan i ad sigla og lítur svo út ad han hafi ekki þókst þurfa ad fá adra til ad rida sínu, hann hafi viljad géra þad siálfur, mikid er farid ad bridda hér i syslu á hvoslafellir helst á fiárríkustu bæunum á Rángárvöllum Eg þarf nú gódi br.m: ad leita þinna ráda og áfiár eins og svo opt Stefanía fékk móti von sinni ógédfeldari fréttir ad nordan frá húsbónda sínum enn hún átti von á, húshagur hans hefur kanské breist til hins verra vid dauda fl000ets prinsipals hans, þvi bædi fær hún ad vörun ad koma ekki, enda er hún frá= bitin þvi, nú bidjum vid þig bádar göra svo vel og útvega henni gódan samastad i R:vík annad hvurt frá húsbænd= um þínum eda ödrum sem þú þekkir ad gódu, þvi hún segist treista sér til ad vina sér braud ef hún þirfti med i dönsku húsi

enn ekki vid sveitavinu sem hún hefur aldrei vanist, eg kalla hana búna ad læra ullarvinnu i gódu lægi, enn útivinu get eg ekki atlast til hún fari ad læra eda gánga i hiá ödrum, eg hef kunad mikid vel vid hana, og álít hana hafa góda eiginlegleika, gáfud og skémtileg og vel ad sér til munleg handa, vön þvottum matreidslu og hvurju einu sem gera þarf i dönsku húsi, Eitt er med ödru fleiru sem hún þarf þinna ráda, hvurt henni væri mögulegt ad ná frá fóstru sinni 1000 dölum sem hún gaf heni ad skilnadi afskrift af þvi sendir hún þér, og sier mikid eptir ad hún síndi þér, ekki strags þegar hún var hiá þér hún atlar nú sem fyrst hún getur ad finna þig hún er ekki gángandi þvi allir eru hestar henar i besta standi, þvi þeir áttu ad verda i standi til nordurferdarinar, forláttu nú línur þessar br m.g. berdu ástar kvedju mína húsbændum þínum, og vertu af mér og mínum öllum hiart= anlegast kvaddur

þín ætíd elsk systir

S. Pálsdóttir

S T herra Studjósus P Pálsson á Reykjavik

Myndir:12