Nafn skrár:SigPal-1864-06-08
Dagsetning:A-1864-06-08
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 25 Juni 0 1 Juli send smer qvartil med 000 einu 0 000 i, h bak000

Breidb.st. 8 Júni 1864

hiartkiæri gódi br. minn!

Eg hef dregid svo léngi sem eg hef getad ad þakka seinasta bréfid þitt, þvi sattad segja þókti mér þad ekki alt þakkartvert, Eg sé ad eg fæ driúga ofani gjöf hiá þér ef mér verdur þad ad tala ekki eins og þú vilt heira um þá er ad treista þvi ad allir eíga leidrettíng orda sinna, nú er ad geta þess ad i þessum dögum kom s0r Sæm. i Hraungerdi híngad þess eríndis ad trúlofast St: frændkonu okkar

henni gedjast þessi ráda.hugur vel og okkur þvi betur og vona eg þú segir nú já og amen til allra giörnínganna hvurki atlar hún ad leita ráda födurs, módur ed fósturmódur sem einu gildir sú sídasttalda er nú bú= in ad spila sina rullu, svo hún lætur sér ad líkindum nægja gud á himnum og sitt eigid hiartalag okkur lídur nú öllum vel kvefid er ad fiálgrast vid suma en skadlaust enn þá, eg er rétt eins og ny af nálini med heilsuna þó legg eg ekki upp veitsluferdir med únga fólkinu og hírist heldur heima, forláttu hastin og berdu ástarkvedju mína

húsbændum þínum alt hiski mitt kvedur þig ástsamlegast

þin ætid elsk. systir

S. Pálsdóttir

Eg vona ad meiga senda smérkvartilid eins og vant er

S: T: herra Stúdjósus P: Pálsson á Reykjavik

Myndir:12