Nafn skrár:SigPal-1864-09-19
Dagsetning:A-1864-09-19
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 19 ocb. 64

Br.b.st. 19 Septb. 64

nú skipti eg um sendi= mann til þín hiartkæri br. minn þvi nú sendi eg med stúlkum Höllu Eiólfsdóttir gamalli vinu vinukonu mini og seirna G.dóttir, i vor fór hún vist ferlum sudur á strönd nú á heimferd þángad úr kaupavinu hédan misuosts krukkuna þá i firrahaust og ostkiúku i skiódu hvurutveggja óforsiglad og bid eg þig mæla vel firir þessu

hvurutveggja vid hús= módur þína og bæta vid forláts bón frá mér og ástarkvedju til hús bænda þina, Ekki er St. frændi okkar enn komin ad austan eda félagar hans, enn kanské þeir séu nú komnir sudur og hafi farid hér hiá eins og i vor, ekkert ber til tídinda vedurátt= an blessud og gód þad sem af haustinu er og líklegt ad vel smalist fiöllin þvi fagurt er leitavedr= id heilsan bærileg mín og minna

eg vildi þú værir nú komin til okkar ad borda med okkur hrútar og dilka ketid þá hugsa eg þú fitn adir dálítid og þildir betur vetrar kuldan og nú er þá Thorgrímur se gildur med alla sína_ óskudum vid honum fararheillar enn fliótr ar apturkomu, hann sendi mér ad skilnadi mindina af gömlu frændkonu okkar ordna alhvita af hærum vertu nú blessadur og sæll br m. og kvaddur bestu óskum af okkur öllum

þín ætid elsk systir

S. Pálsdóttir

Myndir:12