Nafn skrár:SigPal-1864-12-22
Dagsetning:A-1864-12-22
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 4 12 Mar 64 sendur gullbaugur Mai senda 2 gullhr. er 8d annar gefinn

ofanb . i brefi fra mai. fengid Stephaniu i fyrra 5 Oct borgad fyrir gullhring hreppi med000 s 45 d svo husb m.

Br.b:st. 22 Decbr. 1864

ástkiæri gódi br. minn!

Nú er eg þó ordin svo heppin ad geta þakkad bædi gódu bréf= inu þín, þad firra med svari enn hitt á líd. firir jól, mig var svo farid ad lengja ept= ir þvi ad lá vid eg færi ad stefna St. med þvi var sedill frá heni áhrærandi vellídan þeira og ógnar vemsu af vinubrögdum og kokkur= inn ségir hún sér líki vel, þetta var mér alt jólagledi og veitti ekki heldur af þvi eg var svo lasin ad eg lá i bæli minu pakkfull af sídu bringspala og axlarverki ekki held eg samt þad atli ad verda gamla súrdeg gid i þetta sinn og grafa, þvi eg er heldur skárri og er ad vona þad sé gigarkast med vedrabrigdunum þvi nú er talsvert frost og sniór, og siest first vetur, Mikill er gró= dinn i fé mínu þó fáar séu ærnar 24 Nobr eígnadist G. dóttir m son sem heitir Þorsteinn og Ragnh mín anan þan 5. Decbr. sem heitir Hanes, eg hef sagt födur hans ad þessi mundi verda örverpid hans og mundi han vilja komast í hornid til hans því

honum hefdi þókt svo gott ad vera nóttina og varid þær svo margar hiá nafna hans, þú trúir naumast hvada áhigum er létt á mér, og hvad þad gledur mig ad gódur gud en sem firri hefur gefid bádum dætrum mínum þeirra vanalegu gódu heilsu badar hafa bísna mikid ad géra og eru siálfar altav med úngabörnin, blessadur veri han Jón min Sigurson firir búgsurnar sem hann sendi þér, enn þetta áttir þú br.m.g. firir laungu ad hafa hapt hugsun á siálfur, þad er þad eina sem eg hef alvei trúad þér firir ad hugsa um heilsuna þína þú átt ad klæda þig i alt vitt og svo heitt sem unt er ad fá, og fordast ad standa vid skriptir heldur nena ad liggja og þad á miúku þú getur lært ad skrifa á hnie þínu eins og eg, og held= ur völt um gólfid stund og stund til ad hvila þig enn ekki sitja á stól eda heng= ja gæturnar, eg get verid þér abigal i þessu enn sidur hinu hvada hvada þóknun þú gætir sínt Jóni, ætti eg ad borga firir mig, sendi eg honum ast og smier og hángikét enn þad helgadist nú sem sé af þvi hvad eg hef margan gódan bitan skamtad honum

þegar vid vorum samtída i Laugarnesi, vildir þú nú brúka sömu útlát og gætir med skrítni þinni talad firir þvi, skildi eg skaffa þér þad best= anlegt, enn þú þá ad leggja undir vid póstin ad taka þad hér, mikid leidist mér eptir línu frá Sg..br. eda skildi han ekki hafa féngid sedil in sem eg skrifadi honum i vor, margir spá ad hörd hafi verid tíd i Mula S. i vetur kanské þar atli ad verda samferda sulturin og ment unin þadan atlar ad verda mesti fiöldi af skóla piltum, gód þikir mér leidbeiníng þín og fir= höfn med hríngina, svo er nú mál med vexti ad hvurugri dóttirini hef eg gefid hring enn síníst þér þad ekki til hlídilegt og réttvist ad eg bregdi mér til þess ádur enn eg dey, og get eg þá aungvan bedid nema þig ad hafa útvegur og umsión þess og held eg þad ætti þá helst ad vera líti0 enn stassleigir demants hríngir likir þeim er þú nefn ir ad lanfógetin hafi gefid konu sinni, enn víddin má vera eptir baugnum sem eg sendi þér, þad eru allir hringirnir sem eg á og brúka ad vísu er han anari held= ur þraungur enn hini heldur vídur enn geta þó bádar notad han ekkert liggur á þessu

þu hagar þér eptir kringumstædum enn eg lofa gódu og segi eins og afi okkar eg skal borga ádur enn dey med einhvursháttar peittunum mesta óbeit hef eg á skeidinu og smierprisn= um og vildi eg helst óska ad þad yrdi aldrei i svo háu verdi framar, enn heldur hins ad eg mætti atla húsbændum þínum eins og vant er smérbita ástar þökk firir þetta, kiæra kvedju og inniléga ósk mina um gledilegt og bless= ad nya árid og kiæra þökk firir þad gamla bid eg þig segja þeim frá mér ad ógleimd00. sömu ósk mini og allra mina til þín br.m.g. forláttu rispid sem mér sínist venju fremur skakkrassalegt eg er farin ad siá svo illa hlif= dar gleraugu sem eg hef brúkad duga mér ekki léngur enn mansins m. stækka of mikid og eru nærsín, ekki var faar alveg skuld i bréfpri= snum seinast jafnvel þó nóg væri borgad und= ir þitt bréf, enn honum voru undir eins féngin fleiri bréf frá ödrum enn ekki athugad ad setja á bréfin hvur borgad væru hefur hann þvi vist rádid af þad skinsamlega ad leita þín med borgunina, vertu blessadur og sæll br m og gleimdu ekki þegar ferdir falla ad gledja med línu frá þér,

þína elsk: systir

S. Pálsdóttir

Myndir:12