Nafn skrár:SigPal-1865-02-12
Dagsetning:A-1865-02-12
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 00 23 Mars

Breidab.st. 12 Febr 1865

hiartkiæri gódi br. minn!

þó eg væri svo óheppin ad fá aungva línu frá þér med póstinum atla eg samt ad láta þig vita ad eg og alt hiski mitt er vid góda heilsu og vellídan, þvi þó smáveigis anmarkar heim= sæki mig til ad minda svefnleisi nótt og nótt, og sídu verkur lítid þvíngandi, þá er þad ekki ad telja, eg skrifadi þér seinast med svari i alla stadi liótt og ómerkilegt bréf, eptir þad fór tídin ad skéssast og þan 9 Jan gerdi vesta bil svo vída hrókadist af fié, sem anad hvurt fenti eda hrakti i læki eda ár, gerdi þá hreint hag= laust þó mest af á000du0 og gadda svo mikla ad frostid vard um 20 grádur, enn þessa viku hefur görleist svo jörd= in má heita og blídvidrid eins og á sumardegi

kona dó af barnsförum á Randalæk i holtum sem læknirin var sóktur heldur seint til, og piltur um tvitugt vard þar brádkvaddur, anars er heilsa mana gód og siálfsagt höldfiár ef svon= a vidrar, getur þú ekki gert svo vel og sent mér baugin med firstu ferdum hvad sem lídur öllu hinu kvabbinu bara reidstu mér ekki fyrir þad, lofadu mér sem optast ad siá línu frá þér þegar viss ferd fellur þvi þad er aldrei svo lítid ad mér þiki þad ekki gagn og gaman Madurin m. bidur ad heilsa þér og bidur þig svona vid allra besta tíma og tækifæri, ad útvega sér tímavísirin á gull úrid sem skémdist vid þad tækifæri ad glasid datt af i vasanum hann held= ur ad úrmakararnir hérna geti sett han á med ástarkvedju til húsbænda þina og bestu ósk mini til þín og þeirra og hiskis míns til þín

er eg ætíd þín elsk systir

S. Pálsdóttir

Myndir:12