Nafn skrár:SigPal-1865-08-07
Dagsetning:A-1865-08-07
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Breidab.st. 7 Agúst 1865

hiartkiæri br minn!

ástsamlegast þakka eg þér umslagid um bréf frá Ingibiarg ar og þókti mér þad betra enn ekki, nú bid eg þig fyrir sedil til hennar og þvi filgandi priónabandsenda til Töntu okkar sem eg bid Jón södla fyrir ad koma til þín, annars er hann filgdarmadur porstsins míns sudur ad Kálfat: undir eins og hann fer med alþínism. hesta i R.v. G.Vigfúsdóttir fer líka med afa sínum enn hin vinukonan er austur á Höfda= brekku i kaupavinu svo eg bý nú ein vist i 3 vikur og hef eg aldrei reint þad firri bótin er ad stutt er milli bæa og ekki þúng búverkin og eg get lappad mér til skémtunar úti áhiggjulaus i blessada góda vedrinu sem nú er ordid á hvurjum degi, slatturin géngur vel hérumbil hálf hirt Tún og hátt á 000000 0000 00rdi af vel= verkadri Tödu, selstadan stundud med alebli á aurunum og þid í mér hún afkomulítil, smier og kostur og miólk mun vera helmíngi mini enn i Sídumúla, eg sendi þér línu ásamt bréfum til siskina okkar og Sigg bréfid, og bad Thorgrimsen fyrir, þad vona eg sé komid til þín, nú man eg ekki meira ad sinni og kved þig ástsamlegast og óskum bestu ásamt húsbændum þínum

þín ætid elskandi systir

S. Pálsdóttir

Myndir:1