Nafn skrár:SigPal-1865-08-31
Dagsetning:A-1865-08-31
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 5 Sept br_

Breidab.st 31 Agúst 1865

hiartkiæri gódi br. min!

Eg ætla ad nota ferd Sk. læknirs Téngdasonar mins til ad þakka þitt eptir vana kiærkomna til= skrif med Maninum mínum sem kom heitt á húfi og vel friskur á laugardagskvöldid enn sídan hef= ur honum verid miög svefnsamt enn þó ekki ad siá ófrískur, mig lángar nú svo mikid til ad tala vid þig br.mg. ad eg get valla féngid af mér ad bulla neitt á þetta blad, firra umtals efnid átti ad vera þad hvurnin eg gæti komid þvi i verk ad amtid setti litlu Siggu dótturdóttir minni sem eg hef hapt á fóstri hiá Madme F: á Selulæk formínd= ara hér eistra og skikkadi födur henar ad skila þvi af sér, hann hefur ekkert lagt med barninu og aungvar rentur borgad af arfi henar ept= ir módirina og eru þær þó búnar i 5 ár ad drag= a sig saman i 100 dali og nú ætti hún líklega eitt= hvad

eptir br. sinn, eg vildi svo giarnan hafa hönd i bagga med þetta þvi eg hef i huga ad drægist saman handa heni svo renturnar yrdi nægi= leg medgiöf fyrir hana svo þó eg dæi þirti ekki ad reida hana á födurin heldur gæti verid hvurra mana sem hún vildi þar sem vel færi um hana, eg vona þú skiljr meiníngu mína þó þú getir kanské ekki lagad þad eptir ósk mini hitt umatlsefnid er hvurt eg á ad þiggja bod mansins mins ad biggja mér i veruhús á fallegasta blettinum sem hann á i Stórólfsh. eignini og hafa 2 kyrgrös enn ekki bú eda fólk fleira enn vid höfum og segist vilja géra þetta svo eg þurfi ekki ad flækjast, enn geti lifad og dáid á mini lód ef eg vildi svo, eg tek þessu lítt og segist sídur vilja láta narra mig optar á biggíngum jafnvel þó þægilegt hús hefdi ádur firri verid mitt eina indi helst ef eg hefdi getad hugsad ad þú kiæm= ir i þad til mín hugsadu nú firir mig og bentu mér, vertu ásamt húsbændum þínum sæll og blessadur

þín ætíd elsk systir

S. Pálsdóttir

S.T. herra Stúdent P. Pálsson Reikjavík

Myndir:12