Nafn skrár:SigPal-1866-02-21
Dagsetning:A-1866-02-21
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 2 Mars 66 0. 15 Mars. s0, send0 þa bref 000 til st00ni aptur og eptir0 ef a0sk00di sl0pt00nu um eib0000 hinn afr bref s00kulu

Breidab.st. 21 Febr 1866

hiartkiæri gódi br. minn!

Eg skrifadi þér sedil sem eg ætlad i póstferdina, enn þá kom hing= ad Jón sem kallar sig Repp enn af ödrum er hann kalladur ó= tal mörgum nöfnum, hann var sendimadur frá ser St. á Kálfat. til syslum eitthvad jardir hans hér og arf áhrærandi, hann tók sedil þennan til þín og liklega aldrei komid honum til skila, nú fer hédan dreingur til ródra og mun eg ekki sleppa honum svo ad eg segi þér ekki dálítid af fram= förum mínum eg sit nú allan dægin vid Rokkin min, enn er hel= ur sein á fæti og stird i snúníngum nylega hef eg féngid bréf frá P. mági i Höfn han bidst til ad taka dottur sína ef eg vilje enn anars ekki

og vilje eg ad heni sé settur fiár= halds madur hér eistra skuli han koma öllum arfi henar ásamt rentunum svo fliótt sem han geti i skuldabréf og láta af hendi þetta er eg mikid ánægd med og atla ad svara honum med næsta pósti, blessadur láttu ekki skiptsyfirr. brefid fara ef þú heldur þess giörist ekki þörf, eg vildi skrifa þeim á þá leid ad bidja þá ad tilkina prestin= um hvurt honum bæri ekki ad gialda þenan 12 part eptir sömu reglum og ádur, enn ekkert nefna anad enn þad væri siálfsagt ad mér bæri hann, altaf er arfs= vonin mín ad rirna, eg man ekki betur enn skiptin i Hr gr bæru med sér ad brædrunum 3ur væri gefid af födur sínum 800 dalir hvurjum og stædi Storolfh. eignin fyrir þvi, enn nú trúi eg ad giafabréf fyrir finnist fyrir tédri giöf og ad hún skuli leggjast út i jordini

og hundradi móti peníngum eptir gömlu mati eptir þessu geingur mestöll eígnin upp i þessa giöf, nú atladi eg ad óska eptir ad mér skiptast allar hvol= hreps ferdirnar þó þær séu magrar og anmorkum bundn= ar bædi vegna kyrkjunar og fleira, þvi nú er ekki úr miklu ad velja* Efriholta torfuna vil eg ekki skítníta og þá er ekki anad en smákot sem eingin eign er i, fiögur þúsund dalirn= ir hiá Thorgr. kanské nokkud ó= vissir, enn lítid af peníngum heima fyrir og i láni kanskie sem svarar 1000 dölum, P. Melsted hefur skrifad syslum. okkar og sagt honum ad ser St hafi féng= id sig, sín vegna vid skiptin og óskar ad syslum. setje sig fyr= ir Vigfúsar börnin líka, enn syslum. kvadst ekki mundi géra þad heldur hafa f0á Skúmst.

* heldurdu ekki eg eigi samt ad reina ad fara þvi áflot ad innleisa brædrana part i Hvolnum þvi aungva sam eign vil eg vid þá

þeirra vegna eins vid skiptin og upp skriptina, þad lítur svo út ad ser St hugsi ad mikils muni þar med= þurfa þegar han fær málafærslu= manin og sé eg ad eg mundi eíga ad fá einhvurn sem i þad minsta sæi hvad eg væri aflaga borin á eg ad bidja þig ad útvega mér han, eda á eg ad bida þess med þögn og þolinmædi ad syslum skikki einhvurn, þig vil eg ekki bidja þess siálfan br m g þvi eg veit þú gerdir þad firir mig óbedin ef heilsa þín leifdi, enn henni vil eg síst misbióda, samt vildi eg til þess vinna ad skiptin framfæru i R.v. þó eg ætti ein ad kosta ferd syslumans ins sudur, sagt er ad jústi sv00dson atli ad selja alt bú sitt i vor og vilje selja Vatnsdalin med, og flitja sig med börnum sínum i Reikjavík hann hefur i margt ár ekki getad komid á hestbak af heilsuleisi, og verdur honum víst ördug ferdin, forláttu línur þessar br.m.g. og vertu ásamt húsbændum þínum kvaddur alskins heilla óskum

af þinni ætíd elsk systir

S. Pálsdóttir

Myndir:12