Nafn skrár:SigPal-1866-04-06
Dagsetning:A-1866-04-06
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 19 Mai send syl00 Hg 000 00000 med R000n j0000 S_ upp á 1_ 000 000 Inn0ö0pening frá m00 m fyrra 11 48 0 _ 16 send0 med Joni Eir000 sta00000 i hrepps og 00000 enda ad 00 Sæm. Hrg

Breidab.st. 6 Apríl 1866

hiartkiæri br. minn gódur!

ástarþökk fyrir lánga og kiærkomna bréfid þitt, af 2 Mars þad kom med heilu og höldnu framanúr landeyum á Sunud þan 16 s.m og var sá dagur happa= sæll fleirum enn mér, þá eignadist syslumad= ur okkar dóttir med bústiru sinni, sem hann bad ser Skúla ad skíra á laugard fyrir páska lagdi þvi prestur á stad um morgunin enn þegar han kom upp á hálsinn brast á blindöskubilur svo han þordi ekki ad rída þvi slæm var færdin og vida á leidini, stauladi þvi vid stafin sin sem hann hefur i svipustad á vetrin og teimdi hestin þángad til hann hitti bæin syslm. tók honum vel og dádist ad, ad siá hann lifandi, enn þá vant= adi bædi liósmódirina og skírnarvotta svo fyrstur lötradi heím svo búin þegar slotadi bilnum á páska= dæginn eptir messu lagdi hann aptur á stad og gekk þá lukkulega ad skíra barnid ad nafni Gudrúnu þetta eru allar fréttirnar sem eg get borgad med bædi kiærkomnu bréfin þín þad seirna s 15 mars gaman þókti mér ad siá skiptsyfirs úrskurdin

þvi aungvi bó0a hefur skotid upp á honum frá ser Sæm og eg held geri aldrei samt atla eg ad þeigja med þvi líka honum er sagt ad semja vid mig hvurja eg gódfaslega vil taka, enn hvad á eg ad géra ef hann fleigir i mig peníngunum umtalslaust og skamtar þá siálfur kanské ekki sem riflegasta? helst held eg reini ad þínum rádum ad fara á fiörurnar vid serSa0 ad vera svaramann min vid skiptin þar er eg vissum gódan viljan, og hef lítid drepid á þad vid syslum honum þókti þad ekki órád enn skildist mér þó hann óttast stifni sem hann gerdi mina úr enn lægi, hann nefndi Gud= mundson á Litla h. enn þad er svo vandhitt á hann, ad eg vil ekki eíga undir þvi, og sama síndist þeim mágum mínum ad taka heldur þan firrnefnda ef han væri fáanlegur, gott þókti mér ad heira af frændkonu okkar ad hún væri eptir hætti frísk eg var ad kvída fyrir ad frétta látid hennar med póstskipinu, eg má ekki hugsa til hvad mér væri sárt ad missa mína gódu gömlu velgiördadamenn, eg verd svo fegin bréfunum þínum medan þaug segja mér sömu gódu fréttir úr þínu húsi nema ad þvi leiti sem þaug bæta optast einhvurju vid heilsuleisi þitt br.m.g. hræddust er eg nú vid hvurnin þú ert i höfdinu og lakast hvad illa þú þolir hlyvedrid, ekki duga þér mikid læknararnir þó þeir séu í kríngum þig eins og my á mikjuskán, og vil eg taka undr þad sem Gudrún dóttir ser P. skálda sagdi vid Hialtalín þá þaug hittust á sudurleid 0l0 lióm0 á0ipat, eins og m0t sem skítímat, rifid slitid rotid fat, rekkum aungum hiálpad gat, sagan segir

ad Hialtalín hafi látid ser vel líka og þaug skilid sátt, enn fyrst eg nefni H lín minist eg þess ad eg átti fyrir laungu ad vera búin ad bidja þig ad bera honum kiæra kvedju mína, med fögru þakklæti fyrir tilskrifid i haust, blessadur br. min gleimdu nú ekki siálfum þér i sumar þegar læknar arnir fara ad streima ad úr öllum áttum med skipunum eins og vant er, verid gæti þú hefdir gott af þvi, þad er þad eina sem eg er hrædd um ad þú forsómir ad leita þér heilsubótar og mín mesta gledi ef hún féngist, og sendi þér nú brefin okkar Peturs og bid þig eins og vant er ad hiálpa mér og skrifa anad undir mínu nafni ef þér þikir svadid mitt miög vitlaust, líka bid eg þig géra svo vel ad senda mér eina teskeid sem líkasta þeim er þú lést smida fyrir okkur um árid þvi ein þeirra hefur af óhöppum misfarist og vildi eg bæta i skardid enn lakast er ef gullsmidurin er konulaus þá kann hann ad verda verri vidfángs, berdu húsbændum þína ástar kvedju mína med þeim tilmælum ad eg meigi senda þeim litla smerkvart= ilid eins og vant er, þvi eg vil helst aldrei á æfi mini hafa svo lítid undir i hendi ad eg geti0 ekki aflags færum svo lítid, eg man nú ekki ad kvabba meira i þetta sinn ser Skúli bidur kiærlega ad heilsa þér med þakklæti fyrir tilskrifid forláttu rispid og vertu blessadur og sæll br.m.g. og ætíd kvaddur heilla óskum af þini elsk. systir

S. Pálsdóttir

Myndir:12