Nafn skrár:SigPal-1866-10-01
Dagsetning:A-1866-10-01
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 13 oct

Breidab.st. 1 Octbr 1866

hiartkiæri br. minn gódur!

samstundis medtekid bréf þitt med J i Lambh. þakka eg þér ástamlegast, þó áttu ad færa húsb þínum ásamt hiartk. kvedju minni miklu stærra þakklæti fyrir ósköp stóru sendínguna i kassan= um sem kom med bestu skilum þó seint væri vegna farantálma Jóns alt i kassanum kom sér vel þó best frist tauin sem sveitafólkid hefur lítid af ad segja síst svona fallegum þú giskar á eg vísi naum= ast undir þessu öllu, enn vanin gefur ástina br.m.g. eg hef opt féngid þúngar böggul úr þeirri átt Jon kallin i Ey færdi mier mikid kátur af þvi hvad gottnær

ad koma til þín, góda bréfid þitt, bókina og vard dosirnar, enn svo yfir siest öldrudrudrum sem úngun br m þú hefur gleimt ad taka and= virdi þess af peníngunum og legg eg þad þvi i sédil þenan, eg skrifa þér línur þessar i bæli minu þvi eg er nú lögst i mínu gamla súrdegi eg held samt ad gud gefi mér ad eg kveljist ekki mikid þvi útgángurin kom strags litlu Sigga batnadi og var á fótum nokkra daga enn yfirfielst alt i einu i firradag af hálsbólguni þeim meigin sem hún hafdi verid minni ádur og liggur nú miög þúngt, og eru öll líkindi til ad hún haldi þetta ekki út svona lángvint eg skrifa St línu núna

og sendi honum fatalista sinn þvi eg snefladi saman hvad hann fékk frá módur sinni og átti fyrir sunnan G. dóttir gaf hon= um heilan gullpéning og spesiu enn eg 4 mörk til ferdarinar hvad atli Stebba verdi nú úr þessum rúm= um 10 dölum, skólapiltar fluttu til mín Malenu litlu Siggr. dóttir og sögdust ekki koma hesti henar léngra, enn þegar hesturin var búin ad hvila sig bar han hana vel med hægri ferd út ad Hrg. telpan lítur heldur vel og fiörlega út enn stíri mun hún þurfa fyrir bátin sinn eg gaf henni rúmlega ferjutollin, eg ad þínum rádum fór ad spurja s00 Sæm ad hvurs eg mætti vænta af honum med ekkju penínga mína ser Svb var hér

staddur þegar svar hans kom og líkadi þad ekki, og þvi sídur syslm sem sagdi mér tafarlaust ad legg= ja þad i amtid svo ser Svb tók bædi bréfin okkar til leidbeiníngar og skrifar þér víst svo greinilega um þad ad eg þarf ekki og get ekki bætt þad upp syslum sagdi ad þad lægi beinast fyrir mig ad fara i mál vid prestin enn eg er stird til þess háttar hluta, eg er nú hreint uppgefin gud blessi þig br m g og húsbæ þína

þín ætíd elskandi syst:

Sigr. Pálsdóttir

náúngafólkid bidur kiærlega ad heilsa þér sem öllu lídur vel

Myndir:12