Nafn skrár:SigPal-1866-11-23
Dagsetning:A-1866-11-23
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

hiartkiæri br minn!

Ekki er nú annad bréfsefn= id enn ad þakka sedil þinn= af 24 Oct og senda þér ad gamni mínu þad sem ser Skúli ávarp= adi skiptsyfirv fyrir mig eg vildi óska þaug yrdu fliótrád og gód rád annars þiki mér kirkurnar vera búnar ad leika mig svo hart, ad valla veitti mér af þessum litlu eptirlaunum til ad bæta þad upp, fyrst vid Reikholtskór bigginguna tapadi eg víst 500 dl álíka i Hrg. og Stórolfsh. enn minst þó nokkud i Sídumúla og sínast mér þessi geislegheit

draga þad úr annari hen= ini sem þaug leggja i hinar alt hefur þág i skad rétt á vid Madömu Skúlasen um plögg St. frænda, hann var illa staddur med utanyfir= frakka eins og alt anad þeg= ar vid skildum, og skildi hann nú ekki hafa penínga i af= gángi lángadi mig til ad hiálpa honum til brádabirda med frakka, og þá fyrir gódar útvegur þínar, og milligöngu, eg vona vid skiptalokin hérna sem eiga ad verda 10 Decbr. ad komi i minn hlut nokkud af innistandandi skuld hiá faktor H.Sívertsen sem eg vona ad frakkaverdid geti tekist af

enn væri svo ad þörfin ræki svo brátt eptir fyrir St. eda þú sægir hentugleika á útveg= unum ádur enn eg get gért vissari grein fyrir borgunín þá bid eg þig lána mér and= virdid fyrir frakkann Barnaveikin hefur nylega klárad 2 börn á næsta bæ og þikir okkur hún slæm iná= greninu, mikill var ordin sniórin og hagleisid enn nú er mikid bætt úr þvi fyrir 2 daga hláku, eg er núna heldur i skarra leægi med heilsuna og spinn i ákafa, forláttu flaustrid og fréttaleisid þær eru hvurgi nema hiá ykkur, berdu ástar kvedju mína húsbændum þínum og lifdu ætíd sæll og frískur

þín Sigr Pálsdottir

Myndir:12