Nafn skrár:AsgFri-1879-11-03
Dagsetning:A-1879-11-03
Ritunarstaður (bær):Garði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Ásgeir er bróðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:hluta myndar vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Garði 3 Novemb. 1879

Elsku bróðir!

Guð gefi þjer allar stundir góðar og gleðilegar, og svo þakka jeg þjer fyrir alt gottog bróðurlegt alla tima. Mjer datt til hugar að pára þjer fáar linur ef þú kinnir að

geta haft gamann af þvi, það eru hjer allir friskir á bæonum hjer er alrautt nðrumsig og besta tíð einlægt ekkert teljandi búið að gefa nema kúm, afli hefur verið heldur

góður; Fagrabæ og bæonum þar í kring hefur verið hlað afli svo það hafa verið 107 til hlutará dag láng minsta móti. 7. Sept fjekk jeg brjef

frá fra Guðrúnu móðursystir okkar og mamma annað og skrifaði hún& mitt 13 Júl þegar hún fór

frá Einglandi en mömmu 19.s.m. og þá ver ekki eptir nema 7 tima ferð til lands í Amiriku, og vóru þaug öll friks og

ljetu vel yfir ferðinni það sem komið var, og seigir hún mikið af ferða sögunni sem verður af lángt að seiga þjer frá núna. 24 Sept gipti GUnnar si Gunnu og var jeg

þar og allir frá Garði nema vinnukonurnar og Aníma, Magnús organisti var í veislunni og gerði mikla skjemtun það vóru með heimafólki 59. mans

og þó vantaði alt skild-fólk Gunnu og þennann dag vóru gefinnsamann 4 hjóna efni í einu og var það skrifið það var Gumig Tryggvi í Fagrabæ og Marja og Friðrika

dóttir gömlu HElgu frá Vigeirsstöðum. 18 Sept gipti Valimar og Kristin í Böðvarsnesi sig og var jeg þar (eptir boði)

og pabbi og Friðrika enn mamma var heima þar var fjölmenni dálitið og fór þar alt vel fram 28 fór Friðkira systir mín fram í Ytra Laugaland og er hún þar en

hand="scribe" rend="overstrike">n, en kemur liklegast bráðum. Seint í Október kom Björn gamli

í Vestarikrókum kom Birni sini sinum fyrir ufrá Reytará og átti hann að vera þar í vetur

place="supralinear">að læra undir skóla og var hann rifinn úr skiprúmi ufannúr Látrum og geingu á öll ósköpinn en

n hann kom 1. þ.m. heimaptur hávegdi hann þar viku enn las ekki nema 1 dag en stóð go himdi uti og inni

(á Reystará) og fór svo inn fyrir og heim og svo búið með allann lærdóminn - ! Nú atlar Björn frændi okkar að fara að

halda úti blað út á Oddeyri og atla þeir Gisli og Einar að hjálpa upp á hann með eitt hvert rugl i það, ekki veit jeg hvað það á að heita, . Jeg

gleimdi að seiga þjer frá eirni veislunni enn, sem var fram á Ongulstöðum og gipta sig þar 4 hjona pör í einu og vóru

það Sigurgeir sem eínusinni var á Þverá og Sigurgeir sonur Sig. sál.og 2 önnur hún var 19 Septb hjóninn á þverá

vóru í þessari veislu G og Þ. og var þar dæmalaust fjölmenni.

Logsins keipti jeg Konráðsorðabók og núna er jeg að smíða mjer Lángspil. Núna bauðst pabba að taka að taka sjer

smíði á timbur húsina sem á aðvera fyrir þing hús fyrir vist akkorð (kanski 600 kr) og veit jeg ekki kvað hann gjörið.

Nú held jeg að (hann) það sju komnar mestar frjettirnar og nó handa þjer til að lesa í vetur af þessu rugli litt læsa svo

er blaðið búið, og verð jeg að slá botinn í þetta brjef, og bið jeg Guð almáttugann að vermda þig og varðveita lifs og liðinn og gefi þjer næmi vilja og minni og alla

blessun sina, já gefi að þú fáir allra manna mestar gáfur. Þess óskar og bið af hjarta og túngu þinn einlægur og elskandi bróðir

Asgeir Tryggvi Friðgeirsson

P.S. Skrifaðu mjer aptur. allir biða að heilsa þjer og brendu blaðið þegar þú ert búinn að lesa það.

Sami Asgeir

Myndir:12