Nafn skrár:SigPal-1867-02-25
Dagsetning:A-1867-02-25
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. Mar 64 skr 10 Apr

Breidab.st. 25 Febr. 1867

hiartkjæri gódi br minn!

ástar þökk fyrir kjærkomna bréfid þitt med póstinum i vetur þó þad væri stutt færdi þad mér þær frétti sem eg óskadi helst nefl: bærilegt heilsufar þitt og húsbænda þinna, og þad sama get eg sagt þér af mér og mínum ad okkur lídur öllum g.s.l. vel, enn svo er nú mikil bágindi og bjargarleisi almenn mana á milli ad þad liggur vid ad madur geti ekki, síns notid i fridi fá, eda þá med minni ánægju enn ann= ars, eg líkt mun vera ordid med hugleis= id þó gjafa tímin sé enn ekki ordin léngri enn snöggur og snaudur þorr= in þvi þángad til mátti tídin kallast sú besta, hér má heita heilbrigdi mana á milli enn þó i flesta lægi dáid þvi sídan á jólaföstu hafa verdid grafnir 10su, börn og gamalmenni

heldur þú ekki br.m. ad þad atli ad fara ad koma fram vid mig ad audurin sé valtastur vina, eg held bakka lánid og fleira minni mig á þad atla eg hafi ekki, þess sídasta sem eg á á bakkan= um i verur fyrir jól ad eg fékk 150 R.d. i rentu, borgadi Pétur til þín i vetur eins og hann var búin ad skuldbinda sig til, renturnar af arfi dóttir sinnar Jón litli tekur nú af mér þó honum sé lítid um ad þíngja bagga sinn gripla til þín, sem eg atlast til ad verdi öllum griplum heitari þó liótir seu, og vildi eg óska ad þeir skildu þér vel i Mars 0000gr herkunum, innlögdum sedli og bandspottanum hvita bid eg þig koma til Madm G frá Vatnsd: þvi eg vildi ekki bidja S: fyrir marga bögla eg bad Madsam G. ad kaupa firir mig eitthvad smálegt handa börnunum 0ímt R.d. virdi og vísadi henni á bög= unina hjá þér br m g, og vildi eg heldur þú mintist þess vid hana,

eg skrifadi P. mági línu i vetur og sagdi honum hvad væri i mæti eg mundi tapa vid bakka hrunid, og sagdist ekki vera vidlátin ad verda vid bón B. frændkonu og bad hann seigja heni þad, og so fór um sjóferd þá, þad er nú skritid ad eg er svo fréttalaus ad geta ekki filt þennan litla lappa, eins og mig lángar opt til ad eg gæti féngid ad tala vid þig br.m.g enn þad mun nú ekki lukkan ljá, berdu ástar kvedju mína húsbændum þínum hiski mitt kvedur þig ásamt mér óskum bestu

þin ætid elsk: systir

Sigr. Pálsdóttir

Myndir:12