Nafn skrár:SigPal-1867-04-07
Dagsetning:A-1867-04-07
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 7 0 Mai 1867

Breidab.st. 4 April 1867

elsku gódi br. minn!

hafdu bestu þökk fyrir kjærkomna bréf= id þitt af 16 mars med pósti og oll innybli þess, mér barst nú óvæntur póstur* sem hér er næturgestur og bídur sk. læknirs sem var sóktur frá Barkastödur ad fást vid handleggs brot eda brák á bóndanum þar Sigurdi, sem afrikadist svo ad hesturin sem han reid datt ofanum i sámarkarfljóti, enn madurin vissi ekki af sjer, fyrr enn hesturin var búin ad drífa sig upp á bakkan med hann og þegar hann þá ránkadi vid sér, var hægri handleggur hans flæktur i taumn= um, komst þó med veikum mætti heim þvi hesturin ratadi, aungva línu hef eg séd

* vinnumadur stiptamtm. og kuníngi okkar Einar stáss.

frá Petri sídan eg skrifadi honum i fyrra vt: enda gildir mig einu hvurt heldur er bara ef hann sníkur ekki ykkur siggu mína, þú síndir okkur þína vanalegu hugsunarsemi og velvild med ad hnibba vid honum kanské líka ad þú hafir vakid hann upp til ad finna þig þvi E. segir mér ad P. hafi nylega verid i R.v. eg sendi þér nú aptur fullmagtina mér þikir gott ef arfurin okkar verdur ómaks ins verdur, eg bíd þolinmód eptir úrslitum kyrkjubæar málsins fyrst þad er á ferdini og med fullu lífi, heldur kennir altaf hard= índana i dag er blindbilur og komin hnje= sniór svo líklega er útséd um sudurferd læknirsins sem ekki á heldur heiman= geingt þvi fyrir utan alt sem ad honum sækir úr öllum áttum, er hiá honum madur med svo slæmu fíngurmeini ad hann atlar ad taka

hann af, ser Skúli bidur kjærlega ad heilsa þér med þakklæti fyrir kedjuna hún er komin á sinn stad, er ekki heilsan þín i skárra lægi núna br.m.g. eins og mín, hvad fréttir þú med postskipinu af frændkonu okkar, hiartanlega bid eg ad heilsa húsbændum þínum, alt frænd= fólkid ásamt mér kvedur þig óskum bestu

þin elsk. systir

S. Pálsdóttir

læknirin komst ekki lengra enn hingad i giær kvöld af ófærd og bil, sem enn helst vid, þó atlar hann ad reina ad briótast heim Sigurdur var geing inn úr lidi um Olboga og sagdist Sk. aldrei hafa þurt önnureins átök ad kippa i lid, gérdu svo vel br m g og útvegadu mér annad hvurt úr búdunum eda ödrum gódum stad laglegan og heldur i mina= lægi kallmans hring einbug sem eg þirti ad fá ad lidnum lokunum þá kanské þú nædir i heimgaungu menn fyrirgefdu kvabbid þini S P

Myndir:12