Nafn skrár:SigPal-1867-06-24
Dagsetning:A-1867-06-24
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 29 Juli

Breidab.st. 24 Júni 1867

ástkiæri gódi br. minn!

ómögulega get eg eins og mig lángar til þvi sídur eins og þú átt skilid þakkad góda bréfid þitt af 8 júni þad hafdi svo margt inni ad halda sem gladdi mig enn ekk= ert sem hrigdi, þú sendir mér br.m.g. þá mindina sem eg vildi eíga öllum fremur enn þordi aldrei eiginlega ad stinga þvi upp vid þig, og svo er hun svo vel lukkud ad hún lifir þér samt innan sem utan, enn þad er nú kan= skie af þvi eg hef svo 0vit hana fyrir mér ad mér finist hún svo vel lísa innra maninum líka þakka eg þér fyrir mind

bródur okkar sem dóttir hans hef= ur ekki semt mér, enn nú vesn= ar sagan br. minn dætur mínar eru bádar svo ágiarnar ad vilja eiga mindina af þér eg sé ad þú hefur ekki slept tak= inu á Petri, og snúid hann nidur þó hann sé sterkur, eg vona þú framhaldir gódverki þínu og veitir þessum 30 dölum sem þú ert búin ad hafa út handa Siggu minni móttöku og kvitterir fyr= ir þá, þvi meiri fyrir höfn þins vil eg ekki þurfa ad nefna eda ad P. prettist um ad láta þá af hendi fyrst hann hefur aldrei lagt eitt fiskvirdi med barninu, og sie eg ad i raunini er honum gefid uppeldi þess, enn ekki barninu sem hefdi þó heldur átt ad vera, líka hugsa eg ad hann gefi ekki um ad eíga undir ad sníkja ord og gjördir vid þig, þad

er mér kiært ad þid skildu sáttir enn aungva línu skrifar hann mér Eg held þér sé farid br.m. eins og mér ad leidast ad heira fiölgunin hiá dætrum mínum G. dóttir á vikugaml= ann dreing sem hún lét heita Helga eptir afa sínum þeim heils= ast bádum vel núna enn hún komst i opin daudan af blódlátum og aung= vitum, kona á næsta bæ liggur á börunum sem dó eptir barnsburd af blódlátum, eg sendi þessar línur med gunnu litlu Vigf dóttir sem fær ad fara sudur ad finna frændfólk sitt og er þeim sam= ferda vadmálspiatla sem eg bid húsmódur þína ad forláta mér, enn kvartilid sendi eg á lestunum, eg skrölti ein á med= an guna er i burtu og vildi eg helst ekki fá innfall ad leggast á medan, eg hef líka svolítid

verid ad bera mig hiálpa upp á G. mína og kvabbinu sem á lappi eru þó ekki siálf færir Sigga og Skúli eru ordin ljeffa bindur bædi ad reka úr túninu og kyrn= ar í mornana enn Steffan Þorst og Sofía eru midur hiálpsöm dóttir og teingdasonur bidja kjær lega ad heilsa þér, og eg húsbændum þínum láttu mig frétta gott af fótum þínum og heilsunni yfir höfud

þín ætíd elsk systir

Sigrídur Pálsdóttir

Myndir:12