Nafn skrár: | SigPal-1867-07-07 |
Dagsetning: | A-1867-07-07 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Breidab.st. 7 Júli 67 hiartkiæri br. minn gódi! ástsamlega þakka eg góda bréfid þitt med Gunnu og alla tilhiálpina vid hana og útvegur lísid flaskan kom med heilu og höldnu og þókti mér vænt um þad, þvi Sigga mín fékk soddan heilsubót vid þad sem þú sendir henni i vetur, enn nú er eg heldur hrædd vid kirtlaveikina sídan á dögunum ad eg sá Bjarna Sigg.son, eg hef aldrei séd hana eins mikla i fullordnum eg held hann sé aumíngi eda hvad heldur þú verdi af honum, eg heiri ad hann sé komin sudur, enn sagdi mér hann mundi verda sumarlángt hiá systir sinni eg get ekki kallad okkur sérlega ánægju þó frænd= fólkid fiölgi Stebba grei hefur þokast eptir vonum i vetur ad slidrast upp úr bekknum, enn ofurlítid tautadi eg honum þegar han kom axla= bandalaus og hatta letina og hugsunar leisid þoli eg svo illa, bærilega leist mér á Pál mág eg tel hann meir enn medal mann ef hann gerir ekki verr enn hann veit og er eins stödugur og framkvæmdarsamur eins og hann er mér enn, ef koma þér i hönd skildíngar til mín þá gleimdu nú ekki br.m.g. ad taka af þeim i allar smáar og stórar skuldir sem þú átt hiá mér sem eg raunar man ekki helmíngin af, þó man eg eptir hringnum og lísinu og þvi sem þú borgadir med pappírana henn= ar litlu Siggu, enn allan gódvilja þinn og fyrir höfn hennar vegna borgast þér ekki firr enn i hinu lífinu barna skeidini sem Guna bad þig fyrir vil eg bidja þig ad hafa i huga ad ekki drægist miög léngi, þad er sagt ad margt af skólapiltum tapi vistum sínum og þiki mér ilt ad St frændi er i þeirra tölu blessadur sleptu ekki stjúpa hans úr borgini fyrr enn hann hefur kotrad honum einhvurstadar nidur, nema bara ekki hiá Madömu Þorbjörgu þad hús er vist ekki hentugt fyrir St. eda nánari umgeingni enn hefur verid vid Jón Olafsson þad gledur mig ad heira heilsubata þinn g. síndist þú svo frísklegur á fæti ad hún hielt þú gætir ferdast austur til okkar, æ eg vildi óska ad hún hefdi ekki litid skakt til, altaf er G dóttir lasin sídan hún komst á skrid ímist af tannpínu eda ödru, enn eg atla sem fyrst ad fara i lángferdina mína ad Odda og Selalæk nú atla eg ekki ad þreita þig léngur á þessum samtíníng, berdu ástarkvedju mína húsbænd þínum, lídi þér ætíd sem best bród.m.g þín ætíd elsk systir Sigr Pálsdóttir S.T. Herra stúdent P. Pálsson Reikjavík fylgir kvartil og skióda |